Mississippi íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
MISSISSIPPI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins 2.573.216 og hafði fjölgað um 2,1%  næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi á hverjum ferkílómetra var 21.  Hvítir 63,5%, negrar 35,6% auk 15.900 af spænskum uppruna, 8.435 indíána, 3.815 Víetnama, 2.518 kínverja og 1.872 asísk/indverskra.

Menntun og menning.  Fáir skólar voru í Mississippi fram að borgara/þrælastríðinu.  Fyrsti skóli fyrir negra var stofnaður 1862 og ríkisskólakerfi var hleypt af stokkunum 1870.  Allt fram á öndverða 20. öldina var skortur á skólum í dreifbýli.  Ríkisskólar aðskildu hvíta og negra fram á sjöunda áratug 20. aldar, þegar blöndun hófst eftir úrskurð hæstaréttar BNA árið 1954.  árið 1990 voru 954 grunnskólar í fylkinu með 502.000 nemendur auk 45.700, sem sóttu einkaskóla.

Sama ár voru 47 æðri menntastofnanir í fylkinu með 116.400 stúdenta.  Elzti háskólinn í Mississippi er í Clinton (1826).  Meðal annarra háskóla eru MS-háskóli í Oxford, Ríkisháskóli MS (1878) í MS State, Kvennaháskóli MS (1884) í Columbus og Jackson ríkisháskólinn (1877) og Millsapsháskóli (1890) í Jackson.

Nokkur áhugaverðustu söfn MS eru í Jackson.  Þar eru m.a. Sögusafn MS í gamla þinghúsinu, Listasafn MS, Náttúruvísindasafn MS og Handiðnaðarmiðstöð MS.  Delta Blues-safnið er í Clarksdale, Meridian listasafnið, Cobb fornminjasafnið í MS State og Gamla spænska virkið og safn þess í Pascagoula (indíánamenning, hersaga o.fl.).

Áhugaverðir staðir.  Margir ferðamenn aka söguleiðina á Natchez Trace þjóðveginum milli Natchez og Nashville í Tennessee.  Mörg minnismerki eru helguð borgara/þrælastríðinu, þ.á.m. heimili Jefferson Davis, forseta Suðurríkjanna, í grennd við Biloxi og Woodville, Massachusetts-virkið á Skipseyju (Norðanmenn notuðu það sem fangelsi í stríðinu) og vígvellirnir Brices Cross Roads National Battlefield Site, Tupelo National Battlefield og Vicksburg National Military Park.  Margir skoða gamla þinghúsið í Jackson og falleg ante-bellum-húsin í og umhverfis Natches, Vicksburg, Columbus, Holly Springs, West Point, Oxford og öðrum bæjum.  Hús William Faulkner, Rowan Oak, er í Oxford.

Íþróttir og afþreying.  Mississippifljótið, umhverfis þess, þverár og stöðuvötn eru vinsæl meðal stangveiðimanna og útivistarfólks, sem hefur gaman af bátsferðum og vatnaíþróttum.  Dýraveiðar eru einnig vinsælar.  Ruðningsbolti er vinsælasta íþróttagreinin.  Mississippiháskóli kemur sér oft upp góðum liðum á því sviði.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM