Jackson Mississippi Bandaríkin,


JACKSON
MISSISSIPPI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jackson, höfuðstaður Mississippi-fylkis, er miðstöð viðskipta, iðnaðar og flutninga.  Framleiðsluvörur borgarinnar eru m.a. raftæki, matvæli, leir- og glermunir, húsgögn, málmar og fatnaður.  Á landbúnaðarsvæðunum umhverfis borgina er talsvert ræktað af kvikfé, sojabaunum, baðmull og kjúklingum.  Meðal áhugaverðra staða eru Náttúruvísindasafnið, Listasafnið og Dizzy Dean hafnarboltasafnið.  Borgin er setur Belhaven-háskóla (1883), Fylkisháskólans (1877) og Læknaháskólans (1955).

Choctaw- og Chickasaw-indíánar bjuggu á þessu svæði.  Fransk-kanadíski skinnaveiðimaðurinn Louis LeFleur reisti verzlunarstað á slóðum núverandi miðborgar skömmu eftir 1790.  Eftir samninginn við Doak’s Stand (1820), sem tryggði landnám hvítra á svæðinu, fór byggðin að dafna.  Árið 1821 varð hún höfuðstaður fylkisins og var nefnd eftir Andrew Jackson.  Við skipulagningu byggðarinnar árið 1822 var tekið tillit til teikninga Thomas Jeffersons, sem gerðu ráð fyrir grænum svæðum.

Í borgarastyrjöldinni var Jackon eyðilögð (1863), þegar Norðanmenn fóru um með brandi undir stjórn William T. Sherman, hershöfðingja.  Brunarústir borgarinnar ollu nafngift hennar á þeim tíma, Chimneyville (Strompabær).  Iðnþróun hófst við uppgötvun gaslinda í grenndinni á fjórða áratugi 20. aldar.  Á sjöunda áratugnum og snemma á hinum áttunda urðu talsverða kynþáttaóeirðir í borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 197 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM