New York skoðunarvert Bandaríkin,


NEW YORK
SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Manhattan er 57 km², 21 km löng, 4 km breið og er minnsta borgarhverfi New York.  Eyjan er úr gneiss og kalki.  Downtown = suður;  Uptown = norður.

Battery:  Á suðvesturenda eyjarinnar í Battery Park er hringlanga virki (Castle Clinton) frá 1810-23.  Það varð síðan hátíðarhöl, móttökumiðstöð fyrir innflytjendur 1855-90, svo sædýrasafn en er nú þjóðarminnismerki.  Fleiri minnismerki eru í garðinum, s.s. um Giovanni da Verrazano, ljóðskáldið Emmu Lazarus (1849-87), sænska verkfræðinginn og uppfinningamanninn John Erics-son (1803-89) og 4596 fallna í síðari heimsstyrjöldinni.  Úr garðinum er gott útsýni yfir New York-höfn, þaðan sem siglt er að ferjum yfir að

Frelsisstyttunni (1886; 93 m há, tákn frelsis og lýðræðis eftir Frédéric Auguste Bartholdi).  Hún átti upprunalega að standa við norðurenda Súez-skurðar.  Styttan er koparklædd stálgrind, sem Gustaf Eifel hannaði.  Hún stendur á brotnum hlekkjum þræla-haldsins og heldur á sjálfstæðisyfirlýsingunni í vinstri hendi.  Inni í sökkli hennar er 'Innflytjendasafnið'.  Sökkullinn er 22 hæðir, 335 þrep og í styttunni sjálfri eru 168 þrep.  Efst er útsýni gott.

Ellis Island var aðalmóttaka innflytjenda 1892-1954 og sóttkví.  A.m.k. 12 milljónir innflytjenda fóru ár um.  Nú er innflytjendasvæðið þjóðarminnismerki og opið gestum frá 1976.  Það tekur u.þ.b. eina klukkustund að ganga um svæðið.

Þyrluflugvöllurinn fyrir útsýnisflug yfir New York er á bryggju 6 'Downtown Manhattan'.  Heritage Trail (bls. 620) og South Street Seaport Museum (Pier 15, 16 og 17; bls. 621).

Fraunces' Tavern er elzta hús Manhattan (upprunalega byggt 1819, brann 1837 og 1852.  Endurbyggt í sama nýlendustílnum 1907).  Þar kvaddi Washington hershöfðingja sína 4. desember 1983, þar á meðal v. Steuben (bls. 622).

Fjármálahverfið, *Wall Street.  *Verðbréfamarkaðurinn (hinn elzti í New York frá 1792).  *World Trade Center (Tvíturnar; 412 m háir, 110 hæðir; Sears Tower í Chicago er 443 m hár).  'Tvíturnar' voru byggðir árið 1973 en þeir hrundu í hryðjuverkaárás 11. sept. 2001, þegar farþegaþotum var flogið á þá.  Þeir náðu 21 metra í jörð niður (6 hæðir) og þar voru u.þ.b. 2000 bílastæði. Í húsunum voru 43.600 gluggar, 55 sm breiðir.  180 tonn af stáli fóru í byggingarnar og 4880 km af rafleiðslum.  Starfsfólk í þeim var 50.000 og daglega komu 80.000 gestir.  Lyfturnar voru 104.  Húsin höfðu eigið póstnúmer 'N.Y. 10048'.  Útsýnissvalir voru á 107. hæð suðurturnsins og veitingahúsið 'Windows on the World' á 107. hæð norðurturnsins.  Talið er að rúmlega. 3700 manns hafi farizt í þessu mesta hryðjuverki sögunnar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM