Reno Nevada Bandaríkin,
Flag of United States


RENO
NEVADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Reno er vinsæl ferðamannaborg með fjölda stórra spilavíta og dagsferðamöguleika til margra fagurra svæða og afþreyingarstaða í nágrenninu.  Reno er þekkt fyrir fljótlega hjónaskilnaði vegna frjálslegra fylkislaga á því sviði.  Borgin er miðstöð vörudreifingar og iðnaðar í kvikfjár- og námuhéraði (byggingarefni, rafeindatæki, málm- og timburvörur).  Borgin er setur Nevada-Reno-háskóla (1874), Listasafns Nevada og Bílasafn William F. Harrah-stofnunarinnar.  Svæðið, sem Reno stendur á, var fyrst byggt í kringum 1858 og hét þá Lake’s Crossing.  Eftir að Cornstock-silfurnáman fannst skömmu fyrir 1860 fjölgaði íbúunum.  Árið 1868 lauk lagningu járnbrautar til bæjarins og hann fékk nafnið Reno eftir hershöfðingjanum Jesse Lee Reno, sem barðist í þrælastríðinu.  Á tuttugustu öldinni þróaðist bærinn í ferðamannaborg.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1190 var 134 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM