Nevada sagan Bandaríkin,


NEVADA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fyrstu skráðar heimildir fjalla um uppgötvun verðmætra málma í jörðu og vinnslu þeirra fyrstu 20 árin eftir uppgötvun Comstock-silfuræðarinnar árið 1859.  Árin 1880-1900 var lítið um námugröft og fólki fækkaði í Nevada.  Eftir aldamótin 1900 hófst nýtt blómaskeið námugraftar, þegar silfur og gull fannst við Tonopah og Goldfield og farið var að vinna kopar við Ely.  Milli heimsstyrjaldanna var hnignunarskeið á þessu sviði en þriðja blómaskeiðið var á stríðsárunum í s.hst. Eftir s.hst. hófst blómaskeið ferðaþjónustunnar.

Fyrrum var Nevada hluti svæðið, sem hét Nýja-Mexíkó.  Spánverjar gerðu tilkall til þess til ársins 1821 en Mexíkóar til 1848.  Fyrstu hvítu mennirnir, sem lögðu leið sína inn á þetta hættusvæði fjalla og eyðimarka, voru Norður-Ameríkanar, Jedediah Smith 1826 og Peter Skene Ogden 1826 eða 1829.  Joseph R. Walker var líka meðal frumherjanna.  John Charles Frémont-leiðangurinn 1843-1845 kveikti mikinn áhuga á þessu landsvæði.  Meðal þeirra, sem ferðuðust með Frémont var Kit Carson.

Árið 1848 létu Mexíkóar Bandaríkjunum eftir stórt landsvæði.  Mestur hluti þess varð að fylkinu Utah.  Fyrsta byggð hvítra manna í Nevada þróaðist í vesturhluta Carsondals 1849.  Mormónar frá Salt Lake City byggðu þar sumarverzlunarstað með innflytjendum og gullleitarmönnum, sem voru á leið til Kaliforníu.  Fyrsta fasta byggðin komst á í Mormon Station árið 1851.

Fundur gulls og silfurs 1859 olli miklu aðstreymi fólks í leit að auðævum í Washoe-dal.  Virginia City varð að líflegri borg með rúmlega 30.000 íbúa (á 8. áratugnum u.þ.b. 750.000).  Comstock-náman aflaði eigendum u.þ.b. 900 milljónir dollara.

Bandaríkjaþing neitaði Nevada um aðild að BNA árið 1857 en árið 1861, þegar þrælastríðið vofði
yfir, knúði þörfin fyrir liðsauka á þingi Norðurríkjamenn til þess að endurskoða afstöðu sína.  Lögin um aðild Nevada voru samþykkt 1863.  Stjórnarskrá fylkisins, sem var kosið um, var felld.  Þingið samþykkti aðildina aftur 1864 og ný stjórnarskrá hlaut náð fyrir augum kjósenda.  Hún var öll sím-send til Washington til að þingið gæti samþykkt 13. breytingartillöguna og þar með tryggt samþykki hennar.  Sú sending kostaði US$ 3.416.77.  Aðstæðna við aðild Nevada er glögglega minnst í fána fylkisins, þar sem stendur „Vígt í orrustu”.

Nýjar bylgjur innflytjenda komu í silfur- og gullleit í Tonopah árið 1900 og til Goldfieldsfjalls árið 1903.  Mesta gullframleiðsla í Goldfield var 11 milljónir dollara árið 1910 og silfurframleiðsla í Tonopah var 9,5 milljónir dollara 1913.

Árið 1931 samþykkti fylkisstjórnin styttingu skilnaðartíma hjóna úr þremur mánuðum í sex vikur.  Reno varð miðstöð skilnaða og hjónavígslna.  Sama ár var fjárhættuspil leyft með lögum.  Skattar af slíkri starfsemi eru veigamikil tekjulind fyrir fylkið.

Árið 1951 hófust tilraunir með kjarnorkuvopn í grennd við Las Vegas (Bombing and Gunnery Range).  Eftir 1961 fóru tilraunirnar fram neðanjarðar og árið 1968 var vetnissprengja sprengd á 1158m dýpi.  Samtímis hóf NASA þar rannsóknir á notkun kjarnorku til orkuframleiðslu.  Mörg bandarísk og erlend fyrirtæki sáu og sjá sér hag í að setjast að í Nevada.

Nokkur merk ártöl:

1830        leiddi William Wolfskill kaupmenn yfir Nevada til Kaliforníu eftir Spænsku leiðinni.

1833        fór leiðangur Josephs Walkers upp með Humboldtánni í leit að nýjum skinnamarkaði.

1841        fóru landnemar eftir Humboldtleiðinni til Kaliforníu.

1843-45    kannaði John C. Frémont Nevada.  Skýrslur hans vöktu áhuga á þessu svæði.

1848        stækkaði Nevada um land, sem Mexíkó lét BNA eftir í Guadalupe-Hidalgosamningnum.

1849        skipulögðu mormónar í Salt Lake City fylkið Deseret, sem náði yfir Nevada. H.S. Beatie mormónabæinn (Mormon Station) í Carsondalnum.

1850        varð Utahfylki til, en það náði yfir mestan hluta Nevada.  Nýja Mexíkófylkið var líka til og teygði sig inni í suðurhluta Nevada.

1851        byggði John Reese verzlunarstað í Carsondal.  Póstþjónusta milli Sacramento og Salt Lake City hófst.

1857       hvatti Brigham Young mormóna í Nevada til að verja Salt Lake City.  Bandaríkjaþing hafði hótað árás alríkishersins.

1859        var fylkisstjórn sett á laggirnar í Genoa og Isaac Roop varð fylkisstjóri.  Comstockæðin var uppgötvuð (siflur og gull).  Virginia City spratt upp og næstu 20 árin var mikið grafi

1860        börðust landnemar við indíána í grennd við Pyramid Lake.  Churchill-virkið var byggt.  Póstferðir á hestum milli Missouri og Kaliforníu um Nevada hófust, en þeim var hætt 1861, þegar lokið var lagningu símalínu þvert yfir meginlandið.
1861        var Nevada viðurkennt sem sérstakt landsvæði með höfuðborginni Carson City og landstjóranum James Warren Nye.

1862        létu indíánar í austurhlutanum ófriðlega.  Ruby-virkið byggt.

1864       varð Nevada 36. ríki BNA hinn 31. okt..  Sama höfuðborg.  Landstjóri Henry G. Blasdel.  Byggingu þinghúss var lokið 1871.  Byggt var við það árið 1915.

1865       var innleitt skólakerfi í öllu fylkinu.  Sutro-göngin við Comstock-æðina voru byggð á árunum 1865-1878.

1868       náði Mið-Kyrrahafsbrautin til Reno og tengdist Union-Kyrrahafsbrautinni í Utah, þannig að hún náði stranda á milli 1869.

1870-93   hóf myntslátta Bandaríkjanna starfsemi í Carson City.

1874      var Nevadaháskóli stofnaður í Elko.  Hann var fluttur til Elko 1886.

1900       fundust silfurnámur í Tonopah og koparnámurnar í Ely voru nýttar.

1903       fannst gull í Goldfield.  Lestarferðir hófust milli Salt Lake City og Los Angeles um Nevada hófust.

1907       var fyrsta áveitan tekin í notkun (Newlands; Truckee-Carson).

1914       olli fyrri heimsstyrjöldinn mikilli framleiðsluaukningu í námuiðnaði.  Konur fengu kosningarétt með stjórnarskrárbreytingu.

1930     hófst vinna við Hoover-stífluna í Colorado-ánni.  Boulder-City byggð fyrir verkamennina (hófst 1931).  Stíflan fullgerð 19836 og Mead-vatnið varð til.

1931       var sex vikna lögskilnaður og fjárhættuspil leyft með lögum.  Reno og Las Vegas blómstruðu.

1938       var lokið byggingu Rye Patch-stíflunnar í Humboldtánni.

1941       var hafið magnesíumnám í grennd við Las Vegas.

1949       lauk byggingu Davisstíflunnar í Coloradoánni.

1951       hófust tilraunir með kjarnorkuvopn.  Þeim var hætt 1958.

1954      annst olía í Járnbrautardal (Railroad Valley).

1961       var takmörkuðum tilraunum með kjarnorkuvopn haldið áfram neðanjarðar.

1965       samþykkti þing BNA áætlun um áveitur í S.-Nevada frá Mead-vatni.

1973       fékk nálastunguaðferðin viðurkenningu sem lækningameðferð.

1987       varð Yucca Mountain fyrsta viðurkennda stöðin til að eyða kjarnorkuúrgangi.

1988       tók hæstiréttur BNA fyrir mál, sem varðaði sjúkdóma af völdum tilrauna með kjarnorkuvopn í Nevada á árunum 1951-1962.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM