Nevada stærstu borgir Bandaríkin,


NEVADA
STÆRSTU BORGIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Las Vegas.  Sumarleyfisstaður; miðstöð verzlunar og námuvinnslu; lúxushótel, spilavíti; ráðstefnumiðstöðvar; Hoover-stíflan; Mead-vatn.  Útborgir Las Vegas eru m.a.: Paradise (85.000); Sunrise Manor (45.000); Winchester (20.000); Nellis-flugstöðin (7500); East Las Vegas (6500).  North Las Vegas (50.000).  Íbúðaúthverfi.  Flugherstöðin Nellis og skotsvæði fyrir minni vopn.

Reno. 
Ferðamanna- og verzlunarborg við Truckee-ána.  Vöruhús og dreifingar-miðstöð; iðnaður; fjárhættuspil; Nevadaháskóli; Sögufélag Nevada.

Henderson.  Magnesíumverksmiðja frá s.hst., sem framleiðir núna títaníum og efnaiðnaður.

Sparks.  Járnbrautamiðstöð í miðju áveituhéraði (vatn frá Truckee-verkefninu).

Carson City.  Höfuðborg Nevada í námuhéraði; verzlunarstaður; ferðamanna-staður; myntsafn (gömul mynt); Western Nevada Community College.

Elko Nautgripa- og sauðfjárrækt, námuvinnsla, dreifingarmiðstöð, ferðaþjónusta.

Boulder City.  Upprunalega byggð fyrir verkamennina, sem unnu við Hoover-stífluna.  Ferðaþjónusta.

Tölfræði:
Fæðingar miðaðar við 1000 íbúa:                        16,5
Dánartíðni (m.v. 1000 íb.):                                  8,2
Fjöldi giftinga (m.v. 1000 íb.):                          106,3
Skilnaðartíðni (m.v. 1000 íb.):                            11,9

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM