Nýja Mexíkó íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
NÝJA-MEXÍKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins 1.515.069 og hafði fjölgað um 16,3% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 5.  Hvítir 75,6%, negrar 2% auk 134.100 indíána (9%; pueblo, navajo, apache o.fl.; margir á verndarsvæðum).  Alls voru 579.200 (38%) af spænskum uppruna.  Margir íbúanna eru tvítyngdir (enska + spænska).

Menntun og menning.  Strjálbýli og tvö tungumál gerðu íbúunum erfitt fyrir á ýmsa vegu, s.s. við uppbyggingu menntakerfisins.  Konunstilskipun frá 1721 kvað á um stofnun og þróun þess en allt fram á sjöunda áratug 19. aldar varð ekkert úr framkvæmdum.  Þá var fyrsti ríkisskólinn stofnaður og ekki er hægt að tala um skipulagt menntakerfi fyrr en árið 1891.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 658 með 296.100 nemendur auk 16.900 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 26 með 81.350 stúdenta.  Helztar þeirra voru Ríkisháskólinn (1888) í Las Cruces, Highland-háskóli Nýja-Mexíkó (1893) í Las Vegas, Vestur-Nýja-Mexíkóháskóli (1893) í Silver City og Nýja-Mexíkóháskóli (1889) í Albuquerque.

Helztu söfn landsins eru Þjóðminjasafnið og indíánalistasafnið í Santa Fe og Listasafn ríkisháskólans, Maxwell mannfræðisafnið og National Atomic-safnið í Albuquerque.  Einnig eru áhugaverð söfn í Roswell (Listamiðstöð) og í Alamogordo (Geimfrægðarsafnið).
Áhugaverðir staðir.  Margir sögustaðir eru helgaði menningararfi indíána og spænskra landnema.  Acoma Pueblo er líklega elzta byggðin með stöðuga búsetu í BNA.  Landstjórahöllin, sem Spánverjar byggðu í Santa Fe, er elzta opinbera byggingin í BNA og í trúboðsstöðinni San Miguel í Santa Fe er einhver elzta varðveitta kirkja í landinu.  Meðal annarra búsvæða indíána eru Taos Pueblo, Aztekaþjóðarminnismerkið, Chaco menningar- og sögugarðurinn og Gila-þjóðarminnismerkið með kletta- eða hellabústöðum.  Carlsbad-hellaþjóðgarðurinn í grennd við Carlsbad er meðal náttúruundra landsins og El Morro þjóðarminnismerkið með klettaristum í nágrenni Grants.  Þá er Bandelier þjóðarminnismerkið í grennd við Santa Fe.

Íþróttir og afþreying.  Stórir þjóðarskógar og fjöll, fallegir árdalir og stöðuvötn gera fylkið eftirsótt til dýraveiða, stangveiði, bátsferða, gönguferða og útilegu.  Mörg skíðasvæði eru einnig vinsæl.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM