Reykjafjallaþjóðgarður Norður Karólína Bandaríkin,


GREAT SMOKY MOUNTAIN NATIONAL PARK
NORÐUR-KARÓLÍNA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Reykjafjallaþjóðgarðurinn (The Great Smoky Mountains National Park) er í vestanverðu Norður-Karólínufylki og austanverðu Tennessee-fylki.  Leyfi til stofnunar hans fékkst árið 1926 og fjórnum árum síðar varð hann að veruleika.  Stóru-Reykjafjöll (Great Smoky Mountains) liggja um garðinn endilangan, 2106 ferkílómetrar með nokkra hæstu tinda Norðaustur-BNA.  Clingmans Dome (2025m), hæsta fjall þjóðgarðsins, er í Tennessee-fylki.  Þetta svæði er alþekkt fyrir fjölbreytta flóru.  Næstum 25% flatarmáls þess eru þakin ósnortnu skóglendi og alls hafa 100 tegundir innlendra trjáa fundist þar.  Meðal hæstu trjáa eru óðjurt, rauðgreni og fjallaeski.  Hæstu fjallatindar eru skógi vaxnir (greni og fura).  Garðurinn er búsvæði svartbjarna, villikatta, dádýra, rauð- og grárefa, kalkúna og hænsnfugla.  Talsvert er af silungi í lækjum og ám, aðallega regnbogasilungur, urriði og smámynntur aborri.  Applachia-leiðin liggur um hæstu brúnir fjallanna í gegnum þjóðgarðinn.  Nafn fjallana er dregið af sífelldri blámóðu yfir ríkulegum gróðri svæðisins.  Móðan skapast af uppgufun vatns og náttúrulegrar olíu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM