Providence Rhode Island Bandaríkin,


PROVIDENCE
RHODE ISLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Providence er höfuðborg Rhode-Eyjar.  Auk þess að vera setur fylkisstjórnarinnar, er hún lífleg hafnarborg og miðstöð viðskipta, fjármála og iðnaðar (skartgripir og silfurmunir, rafeindatæki, vélasmíði, málmvörur, fjarskiptatæki, vefnaðarvara og matvæli).  Meðal fjölda sögulegra bygginga, sem eru að hluta frá nýlendutímanum, eru gamla landstjórahúsið (1762), Fyrsta únítarakirkjan (1816; klukka steypt af Paul Revere), dómkirkja hl. Jóhannesar (fullbyggð 1811) og Fyrsta baptistakirkjan (1775; fundarstaður elzta baptistasafnaðar í BNA).  Einnig er vert að líta á eitthvert elzta bókasafn BNA, Athenaeum (1764) og Hönnunarskóla Rhode-Eyjar.

Roger Williams, sem hafði verið gerður útlægur frá Plymouth-nýlendunni, aðallega af trúarástæðum, stofnaði Providence árið 1636 sem hæli fyrir trúbræður sína og systur.  Hann samdi við Narragansett-indíánana um landið og skírði staðin Providence í þakklætisskyni fyrir forsjá guðs.  Byggðin laðaði fljótlega að fleira untankirkjufólk að og í upphafi 18. aldar var þarna blómstrandi hafnarbær, sem stundaði viðskipti við Vestur-Indíur.  Árið 1772 brenndu íbúarnir brezka skipið HMS Gaspée, sem hafði verið sent að heiman til að tryggja að lögum Breta yrði fylgt á hafinu.  Þeir brenndu líka te á aðaltorginu til að mótmæla skattlagningu Breta.  Tveimur mánuðum áður en sjálfstæðisyfirlýsing BNA var undirrituð árið 1776, undirrituðu íbúar Rhode-Eyjar eigin sjálfstæðisyfirlýsingu (4. maí 1776) í Providence.  Vöxtur byggðarinnar var hægur eftir frelsisstríðið en um miðja 19. öldina hafði iðnvæðingin haldið innreið sína og Providence varð þekkt fyrir skartgripi og vefnaðarvörur.  Margir evrópskir innflytjendur settust að í borginni síðar á öldinni.  Árið 1900 varð Providence höfuðborg Rhode-Eyjar (Newport hafði verið höfuðborgin frá 1854).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 161 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM