Chattanooga Tennessee Bandaríkin,


CHATTANOOGA
TENNESSEE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Chattanooga er fjöllum kringd miðstöð viðskipta og iðnaðar í Tennessee (vefnaðarvörur, málmar, efnavörur og matvæli).  Þar er Fylkisháskóli (1886) og Temple-háskólinn (1946).  Chickamauga- og Chattanooga herþjóðgarðarnir eru minnismerki um nokkrar orrustur í þrælastríðinu.

Cherokee-indíánar bjuggu á þessu svæði frá því snemma á 18. öld.  Árið 1816 stofnaði höfðingi þeirra, John Ross, verzlunarstað, þar sem borgin er nú.  Landnám hvítra manna hófst á þessum slóðum í kringum 1835.  Þremur árum síðar voru indíánarnir fluttir nauðugir til Oklahoma.  Á tímum sóknarinnar til vesturs (um Táraleiðina), sem hófst í Chattanooga, fórust u.þ.b. 4000 þátttakendanna (25%) vegna sjúkdóma, hungurs eða urðu úti.  Byggðin hófst árið 1838 og óx í kringum starfsemina við höfnina.  Þegar járnbrautin náði inn á þetta svæði, varð Chattanooga ein mesta samgöngumiðstöðin.  Mikilvæg hernaðarleg lega hennar olli heiftarlegum átökum í þrælastríðinu.  Iðanvæðingin naut góðs af framkvæmdum Tennessee Valley Authority-fyrirtækisins, s.s. byggingar Chickamauga-stíflunnar (1940).  Nafn borgarinnar er líklega komið úr máli Cherokee-indíána (oddhvass steinn).  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 152 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM