Tennessee íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
TENNESSEE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 4.877.185 og hafði fjölga um 6,2% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 45.  Hvítir 83%, negrar 16% auk 9.859 indíána, 5.911 indverja, 5.653 kínverja, 4.508 Kóreumanna, 3.440 Japana, 3.032 Filipseyinga og 2.062 Vietnama.  Fólk af spænskum uppruna var u.þ.b. 32.700 talsins.

Menntun og menning.  Árið 1873 var komið á fót fríu skólakerfi fyrir öll born.  Skömmu fyrir 1990 voru grunnskólar 1.535 með 819.600 nemendur auk 60.000 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 86 með 218.000 stúdenta.  Hinar helztu þeirra eru Tennessee-háskóli í Knoxville (1794), Vandertilt-háskóli, Fisk-háskóli, Tennessee ríkisháskólinn (1912) og Meharry-læknaháskólinn (1876) í Nashville og Carson-Newman-háskóli (1851) í Jefferson City.

Áhugaverðustu og merkustu söfn fylkisins eru í Memphis og Nashville.  Hin helztu eru Memphis Pink Palace-safnið (menning og náttura svæðisins), Brooks Memorial-listasafnið, Mannréttindasafnið og C.H. Nash-safnið-Chucalissa (fornminjar) í Memphis, Tennessee-ríkissafnið, Grasagarður Tennessee og listasafnið, Frægðarhöll tónlistarinnar og Cumberland-safnið og vísindamiðstöðin í Nashville.

Áhugaverðir staðir.  Einhver vinsælasti ferðamannastaður Suðurríkjanna er Reykjafjallaþjóðgarðurinn ófjarri Memphis og Montgomery Bell-þjóðgarðurinn nærri Nashville.  Margir sögustaðir eru helgaðir sjálfstæðisstríðinu og orrustum þess:  Chickamauga, Lookout Mountain og Missionary Ridge eru hlutar Chickamauga- og Chattanooga-þjóðgarðsins í nánd við Chattanooga.  Aðrir vígvellir eru varðveittir í Fort Donelson National Battlefield nærri Dover, Franklin vígvöllurinn í Franklin, Stones River National Battlefield nærri Murfreesboro, Nashville vígvöllurinn í Nashville og Shiloh herþjóðgarðurinn nærri Savannah.  Söguleg hús eru víða varðveitt:  Heimili James K. Polk forseta í Columbia, Hermitage, heimili Andrew Jackson forseta í grennd við Nashville og heimili Andrew Johnson forseta í Greenville.  Beale Street sögusvæðið, þar sem blústónlistin þróaðist  snemma á 20. öldinni og Graceland, heimili söngvarans Elvis Presley, bæði í Memphis, eru einnig vinsælir ferðamannastaðir.

Íþróttir og afþreying.  Fjöllin, skógarnir, stöðuvötnin, árnar, þjóð- og almenningsgarðar gefa kost á margs konar útilífsathöfnum og afþreyingu (stangveiði, sund, siglingar, dýraveiðar, útreiðar, gönguferðir og golf).  Reykjafjallaþjóðgarðurinn og Cherokee þjóðarskógurinn í austurhluta fylkisins eru mjög vinsæl afþreyingarsvæði.  Kappakstur er vinsæl áhorfendaíþrótt í Nashville og á Bristol International Speedway og Drag Strip í Bristol.  Gatlinburg er skíðastaður og miðstöð annarra vetraríþrótta.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM