Tennessee sagan Bandaríkin,


SAGAN
TENNESSEE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Forsögulegir grafhaugar hafa fundizt í Tennessee.  Síðar veiddu nokkrir hópar indíána á þessu svæði og settust þar að.  Hinir helztu þeirra voru shawnee, sem hurfu á brott, þegar fyrstu Evrópumennirnir komu, chickasaw, sem gerðu kröfu til vesturhluta svæðisins en settust ekki að, creek, sem veiddu í miðhlutanum og Cherokee, sem gerður kröfu til mið- og austurhlutans en bjuggu aðallega austan Holston- og Tennessee-ánna.  Mesta byggð þeirra var sunnan Litlu-Tennessee-árinnar.

Spánverjar könnuðu Tennessee-svæðið um miðja 16. öld og Englendingar og Frakkar síðla á 17. öld.  Veiðimenn komu inn á fjallasvæðin frá brezku nýlendunum við Atlantahafið á sjöunda tugi 18. aldar og skömmu síðar komu landnemar.  Upp úr 1770 bjuggu margar fjölskyldur frá Virginíu og Norður-Karólínu í dölum ánna Holston, Watauga og Nolichucky.

Eftir sjálfstæðisstríðið stofnuðu landnemarnir aí austurhlutanum ríkið Franklin með John Sevier sem landstjóra.  Norður-Karólína náði svæðinu undir sig árið 1788 en lét síðan BNA það eftir.  Þá varð til Bandaríkjahéraðið sunnan Ohio-árinnar (1790).

Reynslan af Franklinríkinu og þátttaka í stjórnsýslu svæðisins hvatti íbúana til að sækja um fylkisréttindi.  Ráðstefna var haldin í Knoxville í janúar 1796.  Þar var samin stjórnarskrá og fylkisréttindi fengust í júní sama ár.  Sevier var kosinn fylkisstjóri og William Blount og William Cocke voru kosnir til setu í öldungadeildinni í sambandsþinginu og Andrew Jackson varð þingmaður í fulltrúadeildinni.

Blóðugum átökum milli landnemanna og indíána linnti að mestu í sjálfstæðisstríninu en cherokee- og og creek-indíánar héldu áfram óreglulegum herförum á Cumberland-svæðinu þar til Spánverjar hættu stuðningi við þá árið 1795.  Langvarandi samningaviðræður um yfirráðarétt á landi indíána fylgdu í kjölfarið.  Á árabilinu 1770-1835 voru margir samningar undirritaðir og smám saman tókst fylkisstjórninni að ná undir sig öllu landi indíánanna, sem urðu að hrökklast lengra til vesturs.

Snemma á 19. öldinni einkenndist tíðarandinn af plantekrubúskap og þrælahaldi í mið- og vesturhlutum fylkisins en smábændur með fáeina þræla bjuggu í austurhlutanum.  Tennessee skipaði sér í raðir Suðurríkjanna áður en borgara/þrælastríðið hófst en reyndi að komast hjá aðskilnaði með því að styðja stjórnarskrárflokkinn í hinum veigamiklu kosningum 1860.  Þegar stríðið brauzt út næsta ár, leiddi Isham Harris fylkisstjóri íbúana nauðuga til liðs við Suðurríkin.

Tennessee var meðal mestu vígvalla stríðsins.  Stórar orrustur voru háðar við virkin Donelson, Shiloh, Murfreesboro, Chattanooga, Franklin og Nashville.  Sambandssinninn Andrew Johnson var herlandstjóri hins hersetna fylkis frá 1862-65, þegar hann varð varaforseti og síðar forseti BNA.

Eftir stríðið tókst óvinsælli minnihlutastjórn William G. “Parson” Brownlow að koma á sáttum við sigurvegaranna, þannig að fylkið slap við langvarandi hersetu.  Demókrataflokkurinn réði stjórnsýslunni síðla á 19. öldinni, þegar mest áherzla var lögð á baráttuna gegn fátækt og unnið að iðnvæðingu og aukinni nýtingu skóga, og náma (kol, járn og kopar).

Þrátt fyrir mikinn skoðanaágreining innan demókrataflokksins, tókst honum að halda völdum snemma á 20. öldinni.  Eftir síðari heimsstyrjöldina varð Tennessee að mestu tveggja flokka fylki, sem kaus lýðveldissinna til setu í báðum deildum þingsins í Washington DC en demókrata til embættis fylkisstjóra.

Í heimskreppunni dró Tennessee Valley Authority úr afleiðingum hennar og bjó í haginn fyrir framtíðarvexti iðnaðar.  Oak Ridge var einn mikilvægustu staðanna, sem þróuðu atómsprengjuna og hröð iðnvæðing kom í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.  Á níunda og tíunda áratugnum var uppbygging iðnaðar orðin svo mikil, að fylkið stóð frammi fyrir miklum ákvörðunum um umbætur í umhverfismálum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM