Tungumálið Bandaríkin,


BANDARÍKIN
TUNGUMÁLIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

A fjórða hundrað milljóna manna hafa ensku móðurmáli og flestir amerísku útgáfuna (AE).  Aðeins u.þ.b. 55 milljónir Breta og 30 milljónir í fyrrum nýlendum þeirra nota brezka ensku (BE), en hún er kennd eingöngu í skólum. AE er hvorki sjálfstætt mál né mállýzka, heldur kvísl af upprunalega málinu með eigin þróun.  Sameiginlegur orðaforði AE og BE auk málfræði og framburðar er ótvíræður og vegur meira en það, sem ólíkt er.  Móðurmál annarra innflytjenda en hinna spænskumælandi hafa horfið að mestu, enda er spænska mikilvægasta erlenda tungumálið, sem kennt er í skólum.  Franska er í öðru sæti og þýzka skilst helzt á mestu ferðamannastöðunum.

Fyrstu innflytjendurnir (á 16.öld) fluttu með sér Shakespearensku, sem þróaðist síðan sjálfstætt í BNA.  Tekin voru upp ýmis orð úr máli frumbyggjanna (Wig Wam = indíánatjald), frönsku (Prairie, rapids, cent, dime, canyon, mesa = stapafjall o.fl.), hollenzku (yankee, bakery, cookie, caboose o.fl.), þýzku (pretzel, hamburger, snitsel, kindergarten, zeitgeber = ótti, ostpolitik o.fl.).

Með tímanum hafa orð breytt um merkingu, m.a. vegna nýrra lifnaðarhátta, s.s. corn, þýddi korn en nú maís, indian summer = síðsumar, blizzard = stórhríð.  Ýmis tækniorð hafa rutt sér til rúms og aðrar þjóðir hafa tekið mörg þeirra upp, s.s. typewriter, refrigerator, submarine, bandwagon = vagn sigurvegara, abolition, prohibition o.fl.

Meira er um samsett orð í AE en BE:  Drive-in-restaurant, Pin-up-girl, future-minded, trigger-happy, airconditioned, waterproof o.fl.

Nýyrði:  Motel (Motorist's hotel), smog (smoke+fog), brunch (breakfast+lunch) o.fl.

Styttingar og afbakanir:  Wanna (want to), ain't (is not), 'cuz (because) o.fl.

AE er meira miðuð við, að ritháttur falli að framburði en BE, s.s. Labour - labor, colour - color, traveller - traveler, theatre - theater, defence - defense, night - nite, light - lite o.fl.

Engin málverndunarnefnd eða ráð er til í BNA, hvorki fyrir framburð né stafsetningu.

Framburður er ólíkur í Norður- og Suðurríkjunum.  Í Suðurríkjunum dregur fólk seiminn.

Bandaríkjamenn setja ekki fyrir sig, þótt gestir hafi takmarkaða enskukunnátti, svo framarlega, að þeir geti gert sig skiljanlega.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM