Montpelier Vermont Bandaríkin,


MONTPELIER
VERMONT

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Montpelier, höfuðborg Vermont-fylkis, er í landbúnaðar- og granítnámuhéraði.  Hún er miðstöð viðskipta og tryggingafyrirtækja.  Opinber starfsemi og ferðaþjónusta eru einnig mikilvæg tekjulind íbúanna.  Helztu framleiðsluvörur eru unnið granít, timbur og timburvörur, plastvörur og matvæli.  Meðal skoðunarverðra staða eru þinghúsið  (grískur endurreisnarstíll) og Thoma W. Wood-listasafnið.  Æðri menntastofnanir:  Vermont-háskóli (1834), Matreiðsluskóli Nýja-Englands (1980) og Woodbury-háskólinn (1975).  Byggð hófst þarna 1780 og var nefnd eftir Montpellier í Frakklandi.  Árið 1805 var bærinn orðinn að höfuðstað fylkisins og sýsluhöfuðstaður 1811.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM