Chesapeake Virginia Bandaríkin,


CHESAPEAKE
VIRGINIA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Chesapeake er sjálfstæð borg við Elizabeth-ána í suðausturhluta Virginíufylkis, einhver stærsta borg BNA að flatarmáli.  Hún er miðstöð landbúnaðar og iðnaðar og er hafnarborg við samnefnda á.  Hún nær yfir hluta náttúruverndarsvæðisins Stóru-Illumýra (Great Dismal Swamps).  Helztu framleiðsluvörur eru efnavörur, timbur- og stálvörur, tilbúinn áburður, sement og matvæli.  Evrópumenn settust þarna að á fyrrum indíánaslóðum (Chesapeake-indíánar) snemma á 17. öld.  Orrustan við Stórubrú var háð þarna 9. desember 1775, þegar Virginíuherinn sigraði lið brezka landstjórans.  Cheaspeake fékk borgarréttindi árið 1963 og rann saman við Suður-Norfolk og samnefnda sýslu.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 152 þúsund.

Stóru-Illumýrar (Great Dismal Swamp) eru láglent fenjasvæði í suðausturhluta Virginíufylkis og norðausturhluta Norður-Karólínufylkis.  Þær þekja alls 1940 ferkílómetra svæði og eru að hluta þéttvaxnar skógi og iðandi af lífi.  Þetta náttúru- og dýraverndarsvæði nær yfir hluta lands við Drummond-vatn og Stóru-Illumýraskipaskurðinn (1828).  George Washington kannaði þetta svæði árið 1763.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM