Olympia Washington Bandaríkin,


OLYMPIA
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Olympia, höfuðborg Washington-fylkis, er hafnarborg við Budd-fjörð í Puget-sundi við ósa Deschutes-árinnar.  Hún er miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar (timburvörur, matvæli, umbúðir og bílhýsi).  Opinber starfsemi og rekstur, ferðaþjónusta, fiskveiðar og herstöðin Fort Lewis eru einnig mikilvægar tekjulindir.  Skoðunarverðir staðir eru m.a. þinghússafnið (indíánaminjar) og þinghúsið sjálft (1911-35; þ.m.t. Réttlætishofið).  Rainier-fjall og Olimpic-þjóðgarðurinn eru innan seilingar.  Borgin er setur Evergreen-fylkisháskólans (1967) og Háskóla hl. Maríu (1895).

Byggðin hófst síðla á fimmta áratugi 19. aldar á svæði, þar sem Nisqually-indíánar bjuggu áður, og var kölluð Smithfield.  Hún var skipulögð í kringum 1850 og fékk þá nafnið Ólympía eftir hinum fögru Ólympíufjöllum sem blasa við frá bænum.  Hann varð höfuðstaður Washington-héraðs árið 1853 og fylkishöfuðborg 1889, þegar héraðið varð hluti af ríkjasambandinu.  Kvísl frá Norður-Kyrrahafsjárnbrautinni varð lögð til Ólympíu á níunda áratugi 19. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 34 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM