Washington meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

WASHINGTON
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Olympia (ca 28 þús. íbúar).  Stærstu borgir eru:  Seattle (ca ½ millj.), Spokane (ca 172 þús.), Tacoma (ca 160 þús.), Bellevue (ca 62 þús.) og Everett (ca 55 þús.).

Iðnaður
:
  Timburvörur, pappír, samgöngutæki (flugvélar, skip, flutningarbílar), matvæli, málmvinnsla, efnaiðnaður, vélar, álver, kjarnorkurannsóknir. 

Landbúnaður:  Epli, hindber, kartöflur, hveiti, humall, grænmeti, nautgriparækt.

Skógarhögg og skógrækt:  Rúmlega 50% landsins eru skógi vaxin.

Fiskveiðar og vinnsla:
  Aðallega lax og stórlúða.

Orkuver:
  Fjöldi dalstíflna, raforkuvera við Kólumbíaána.

Jarðefni: Sandur, gull, silfur, sínk, kopar, blý, magnesít.

Ferðaþjónusta:
  Strendur, skógar, fjöll, vatnaíþróttir, fiskveiðar, villdýraveiðar.

Mt. Rainer þjóðgarðurinn.   


North Cascades-þjóðgarðurinn. 
Anacortes er ferðamanna- og verzlunarbær (timur, efnaiðnaður og tvö söfn) á Findalgoeyju í norðanverðu Pugetsundi.  Ferja til og frá San Juaneyju.

Bellingham er fiskibær norðvestast í fylkinu (timbur, álver og olíuhreinsun).  Háskóli.  Fallegir garðar.  Mount Baker skíðasvæðið (3285m) er 92 km austan bæjarins.

Mt. Baker skíðasvæðið.

Chelan
er þorp við suðausturenda Chelanvatns, sem er 89 km langt og mjótt og 457 m djúpt, þar af 122 m undir sjávarmáli.  Fjöldi heislubótarstaða við vatnið.

Kólumbíaáin er u.þ.b. 2000 km löng og á upptök sín í Kanada.  Hún rennur um austurhluta fylkisins og myndar landamærin að Oregon í suðurhlutanum.  Fjöldi stíflna og orkuvera.  Á forsögulegum tíma rann áin beint í suður frá gljúfinu Grand Coulee.  Nokkur stöðuvötn eru í gamla farveginum, s.s. Banksvatn, Lenorevat, Sápuvatn og mosesvatn.

Ellensburg
er lítill bær við Yakimaána í miðjum suðurhlutanum.  Mið-Washington-háskólinn (u.þ.b.8000 stúdentar).  Mikil villireiðakeppni (rodeo) er haldin ár hvert á verkamannadaginn (Labor Day).  Ginkgo, steinrunni skógurinn, var vaxinn ýmsum trjátegundum, þ.á.m. ginkotrjám.  Þar er safn og sunnar er Wanapumstíflan og orkuver með sýningum, líkt og á Íslandi.

Everett er hafnarborg með mikilvægri umskipunarhöfn fyrir timbur og pappír norðan Seattle.  Þar er 24 m há tótemsúla og samsetningarverksmiðja fyrir Boing 747 farþegaþotur.

Pullman er háskólabær (u.þ.b. 17000 stúdentar).

Richland,  Kennewick  og Pasco mynda „Tri-Cities” (Þríborgina) við ármót Yakima-, Snake- og Kólumbíaánna.  Uppistöðulón, orkuver og skipaskurðir.  Hanford verksmiðjurnar, sem Kjarnorkumálastofnun BNA rekur (fyrsta atómsprengjan 1943-45).

San Juaneyjar eru 172 alls á milli norðausturstrandarinnar og Vancouvereyjar í Kanada.  Á San Juaneyju er náttúrusögulegur garður til minningar um úrskurð Wilhelms I, Þýzkalandskeisara, árið 1872, sem kom festu á landamærin milli Kanada og BNA og leiddi svokallað „svínastríð” milli nokkurra brezkra og amerískra eyjaskeggja til lykta.

Walla Walla  (indíánamál: Mikið vatn) er verzlunarmiðstöð allstórs landbúnaðarhéraðs í suðausturhlutanum.  Whitman Mission National Historic Site, trúboðsstöð, sem var stofnuð 1836 og cayuse-indíánar lögðu í rúst 1847, er 11 km vestar (upplýsingamiðstöð).+

Yakima er lítil ferðamannaborg í stóru ávaxtaræktarsvæði.  Í maílok ár hvert er haldinn mikill hestamarkaður.  Yakima indíánaverndarsvæðið er norðaustan borgarinnar.  Þar heitir höfuðstaðurinn Toppenish og fólkiðs stundar landbúnað, þ.á.m. kvikfjárrækt.  Í júní hvert ár er haldin mikil þriggja daga villireiðarkeppni (rodeo) í White Swan.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM