Vestur Virginía íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
VESTUR-VIRGINÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu frá 1990 voru íbúarnir 1.793.477 og hafði fjölgað um 8% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á ferkílómetra var 29.  Hvítir 96,2%, negrar 3,1% auk 2.385 indíána, 1.981 indverja og 1.606 Filipseyinga.  Fólk af spænskum uppruna var 8.500.

Menntun og menning.  Fram að fylkisstofnun fór kennsla að mestu fram í einkaskólum trúarflokka.  Fylkið kom skólakerfi sínu upp fljótlega eftir aðildina að BNA.  Seint á níunda áratugi 20. aldar voru grunnskólar 1.035 með 327.550 nemendur auk 13.000 í einkaskólum.

Þá voru æðri menntastofnanir 28 með 82.450 stúdentum (Háskóli V-Virginíu 1867 í Morgantown, Marshall-háskóli 1837 í Huntington, Ríkisháskóli V-Virginíu 1891 í Institute).
Menningarstofnanir eru í Charleston, Wheeling og Huntington og æðri menntastofnunum.  Sögusýningar eru í Þjóðminjasafninu í Charleston og í Oglebay Institute-Mansion-safninu í Wheeling.  Sunrise Foundation í Charleston hýsir listasafn, minjasaf og stjörnuskoðunarstöð.  Huntinton listasafnið sýnir amerísk og evrópsk málverk, georgíska silfurmuni, forsögulega list og heimilisiðnað.

Áhugaverðir staðir eru m.a. almenningsgarðarnir Svartavatnsfossar, Haukshreiðrið og Pipestem Resort.  Harpers Ferry þjóðarsögugarðurinn (að hluta í Maryland og Virginíu) nær m.a. yfir staðinn, sem afnámsmaðurinn John Brown réðist á árið 1859.  Nokkur önnur kennileiti minna á borgara/þrælastríðið, s.s. Droop-fjallavígvöllurinn (orrusta 1863).  Grafargljúfurshaugurinn í Moundsville er einhver stærsti grafhaugur indíána í BNA.  Jackson’s Mill-safnið við Weston, æskuheimili Thomas J. “Stonewall” Jacksons, hershöfðingja, og endurbyggt æskuheimili rithöfundarins Pearl S. Buck á Hillsboro-svæðinu eru einnig áhugaverðir sögustaðir.

Íþróttir og afþreying.  Hrjúft og fagurt landslag Vestur-Virginíu er vinsæll ferðamannastaður margra Bandaríkjamanna.  Þar stunda þeir stangveiði, dýraveiðar og renna sér á skíðum í fjölda almenningsgarða og skóga.  Útreiðar, útilegur og golf eru vinsæl afþreying.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM