Vestur Virginía land og náttúra Bandaríkin,


LAND og NÁTTÚRA
VESTUR-VIRGINÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál fylkisins er 62.759 ferkílómetrar (41. í stærðarröð BNA).  Sambandsstjórnin á 9,1% landsins.  Fylkið er nokkurnveginn sporbaugslagað með landræmur til norðausturs og norðurs.  Mesta vegalengd frá austri til vesturs er 425 km og 380 km frá norðri til suðurs.  Hæð yfir sjó er frá 73 m meðfram Potomac-ánni í norðaustri til 1.482 m á toppi Spruce Knob í austri.  Meðalhæð yfir sjó er 457 m, sem gerir Vestur-Virginíu að hæstliggjandi fylkinu austan Mississippi-fljótsins.

Berggrunnir alls fylkisins er fellingasetlög og það skiptist í tvær landfræðilegar einingar:  Dala- og hryggjasvæðið og útverði Allegheny-fjalla.  Hin fyrrnefnda er tiltölulega lítill hluti þessa svæðis í austurhlutanum.  Það er mikið fellingahrúgald með mjóum og hvössum sandsteinshryggjum og dölum á kalk- og leirsteinsgrunni.  Útverðir Allegheny-fjalla er austurjaðar Allegheny-hásléttunnar, sem rís upp í 1.219 m.y.s. Appalachia-hásléttunni hallar smám saman til norðvesturs, niður að Ohio-ánni, þar sem hæðin yfir sjó er 305 m.  Hæðarmunur milli dalbotnanna og hryggjanna er rúmlega 305 m við Allegheny jaðarinn en minnar niður fyrir 152 m við ána.  Jarðvegur er þunnur og víðast ófrjósafmur nema þar, sem hann hefur myndazt á kalkundirlagi.

Meðal helztu vatnsfalla eru Ohio, Monongahela og Kanawha.  Stór stöðuvötn eru engine í landinu en nokkur stór lón hafa myndazt ofan stíflna í ám (Bluestone, East Lynn, Summersville og Tygart).

Loftslagið.  Í Vestur-Virginíu ríkir rakt meginlandsloftslag með hlýjum sumrum og svölum og stundum köldum vetrum.  Það er svolítið mismunandi milli svæða vegna hæðarmunar yfir sjó.  Meðalhiti í janúar í Charleston í vesturhlutanum er 1,4°C og í júlí 23,9°C.  Sambærilegar tölur í Elkins í austurhlutanum eru -1,1°C og 24,1°C.  Lægsta skráða hitastig er -38,3°C (1917 í Lewisburg) og hið hæsta 44,4°C (1930 í Moorefield og 1936 í Martinsburg).  Fellibyljir og skýströkkar eru fátíðir en þrumuveður á sumrin geta valdið skyndiflóðum.

Flóra og fána.  Skóglendi þekur u.þ.b. þriðjung landsins (beyki, túlipanatré, linditré, hlynur, hestakastanía, eik, óðjurt, hikkorí og fura).  Meðal blómplantna eru alparós, lárviður, kastanía, gullsproti, azalea og stjörnufíflar.

Meðal villtra dýrategunda eru:  Dádýr, svartbjörn, refur, þvottabjörn, þefdýr, pokarotta, íkorni og jarðsvín.  Fuglategundir eru margar (spör, spæta, lynghæna, kalkúnar o.fl.).

Auðlindir, framleiðsla, iðnaður.  Biknám er undirstaða kunnasta iðnaðar í landinu.  Kolaframleiðslan hefur ætíð verið í 2-3 sæti í BNA frá upphafi 20. aldar og landið er í flokki 10 fremstu fylkjanna í nýtingu annarra náttúruauðlinda (olía, gas, kalk, grjót, sandur, möl og leir).

Hrjúft landslag fylkisins er ekki landbúnaðarvænt.  Helztu landbúnaðarafurðir eru nautakjöt, fóður, kjúklingar, mjólkurvörur, epli, maís, kalkúnar, egg, svínakjöt, hafrar, hveiti, tóbak, ferskjur, kirsuber og brómber.

Nýting skóga byggist á ræktuðum trjám (eik, ösp, beyki o.fl. harðviðartegundir), sem eru nýtt í timbur, girðingastaura og til pappírsgerðar.

Helztu iðnaðarvörurnar eru frummálmar (járn, stál og ál), gler, leirmunir, vélbúnaður til iðnaðar, prentað efni, timburvörur, matvæli, rafeindatæki og vefnaðarvörur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM