Racine Wisconsin Bandaríkin,


RACINE
WISCONSIN

.

.

Utanríkisrnt.

Racine er hafnarborg við Michigan-vatn í Wisconsin-fylki.  Þar hafa landbúnaðartæki verið framleidd síðan 1842.  Aðrar aðalframleiðsluvörurnar eru bílahlutar, vélar og tæki til byggingarframkvæmda, raftæki, vaxmunir og matvæli.  Í borginni er sögusafn, listasafn og dýragarður.  Flestir íbúanna eru af dönsku bergi brotnir.  Byggð hófst þarna árið 1834 og bygging góðrar hafnar leiddi til vaxtar og viðgangs fyrir miðja 19. öldina og árið 1855 var lagningu járnbrautar til bæjarins lokið.  Nafn hans er líklega úr frönsku (rót) með tilvísun til fjölda tegunda róta, sem fundust á árbakkanum.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 84 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM