Pleven Búlgaría,
Flag of Bulgaria


PLEVEN
BÚLGARÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Pleven (Plevna) er borg í norðurhluta Búlgaríu í samnefndu héraði.  Þar eru stunduð viðskipti með kvikfé og vín og iðnaðurinn byggist á grænmeti (matarolía), litun húða og hveitimyllum.  Þar er líka framleidd baðmull, hör- og ullardúkur.  Í Pleven fór fram úrslitaorrustan í Rússnesk-tyrkneska stríðinu (1877-78).  Til varnar voru Ottómana Tyrkir gegn rússneskum og rúmenskum herjum og Rússar náðu borginni eftir fjögurra mánaða bardaga.  Fall hennar knúði Tyrki til að semja um vopnahlé snemma árs 1878.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 140 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM