Varna Búlgaría,
Flag of Bulgaria


Gran Hotel Varna


VARNA
BÚLGARÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Varna, fyrrum Stalin og Odessus í fornöld, er hafnaborg og vinsćll ferđamannastađur austast í Búlgaríu viđ Svartahaf í samnefndu hérađi.  Varna er mikilvćg hafnarborg og miđstöđ iđnađar.  Ţar eru verksmiđjur, sem framleiđa matvćli, elektrónísk tćki, dísilvélar, málmvöru og vefnađarvöru og skipasmíđastöđvar.  Helztu útflutningsvörunar eru mjólkurvörur, korn og kvikfé.  Međal skóla borgarinnar eru háskólinn, lćknaskólinn og skóli sjóhersins.

Grískir landnemar stofnuđu Odessus á 6. öld f.Kr.  Á fyrstu öld e.Kr. lögđu Rómverjar ţennan landshluta undir sig.  Í aldanna rás réđu ţarna Býzantínumenn, Búlgarar og Ottómanar.  Áriđ 1444 var Varna vettvangur orrustu milli Ottómana og kristinna herja, sem biđu mikinn ósigur.  Ottómanaherinn var undir stjórn Murads II en hinn kristni undir stjórn Wladyslaw III, konungs Póllands (einnig nefndur Ulásló I, konungur Ungverjalands) og ungverska leiđtogans János Hunyadis.  Ţessi orrusta markađi lok tilrauna til ađ hindra ađ Tyrkir legđu undir sig Suđaustur-Evrópu.

Varna féll í hendur Rússa 1828 og Frakka og Breta áriđ 1854 í Krímstríđinu og varđ höfuđstöđvar herja ţeirra í baráttunni gegn Rússum.  Samkvćmt samingunum í Berlín eftir Rússnesk-tyrknesku stríđin varđ Varna hluti af nýstofnuđu, búlgörsku konungsríki.  Borgin var nefnd eftir Sovétleiđtoganum Stalín áriđ 1949 en nafniđ Varna var tekiđ upp á ný áriđ 1956.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1990 var í kringum 315 ţúsund.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM