Punta Arenas Síle,
Flag of Chile


PUNTA ARENAS
SÍLE
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Punta Arenas er höfuðborg Magellanhéraðs í Suður-Síle.  Borgin við Magellansund milli Atlants- og Kyrrahafs er syðsta stórborg heims.  José de los Santos Mardones ofursti stofnaði hana 1849.  Hún dafnaði sem hafnar- og kolaborg þar til Panamaskurðurinn var opnaður 1914 og fljótandi eldsneyti kom í stað kola.  Nú er borgin viðskipta- og þjónustumiðstöð stórs sauðfjársvæðis og flytur út húðir, ull og frosið lambakjöt auk timburs og olíuvöru.

Tilvera borgarinnar byggist að verulegu leyti á olíulindunum á Eldlandi, fríhöfninni og viðhaldi herstöðva sjó-, flug- og landhersins.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 124 þúsund.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM