Hanstholm Danmörk,
[Flag of Denmark]


HANSTHOLM
Skoðunarverðir staðir, afþreying
DANMÖRK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Luftfoto - havnen 99Hanstholmhöfn var vígð 1967 og hefur síðan orðið að stærstu fiskihöfn Danmerkur.  Fiskmarkaðir eru haldnir á virkum dögum kl. 07:00.  Ferjan Fjord Line siglir milli Hanstholm, Bergen og Egersund í Noregi og Norröna milli Hanstholm, Shetlandseyja, Færeyja, Íslands og Noregs á sumrin.

Hanstholm er stærsta virki Norður-Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni.  Boðnar eru ferðir með skotfæralestinni og skoðað friðaðar byggingar við vitann, þar sem eru sýningar um fiskveiðar og sjósókn, náttúruna, jarðfræðina, björgunarsveitir o.fl. 

MuseumsCenter Hanstholm 
Tårnvej 23/Molevej
DK­7730 Hanstholm
Tlf. +45 97961736
Fax. +45 97960595
E-mail: MCHkanon@post8.tele.dk 

Lildstrand fallegt, lítið fiskiþorp, eiginlega verstöð, þar sem u.þ.b. 100 íbúar lifa á veiðum með ströndum fram.  Bátarnir eru dregnir upp á ströndina, þegar fiskimennirnir koma með aflann að landi.  Þessar vinnuaðferðir gamla tímans sjást óvíða nú á dögum.

Klitmöller er gömul verstöð og vinsæll sumardvalarstaður, sem býður talsvert úrval gistimöguleika, góða baðströnd og stuttar vegalengdir til áhugaverðra staða í nágrenninu.

Hanstholmvitinn var byggður 1843.  Hann er 65 m hár og frá honum er gott útsýni.  Sýningarnar í friðuðu húsunum umhverfis hann fjalla að mestu um nágrennið, náttúruna, atvinnulíf og sögu.

Kirsten Kjærsafnið hýsir u.þ.b. 100 teikningar og málverk í einkahúsum í fallegu umhverfi.  Allt sumarið eru skiptisýningar og hljómleikar þar.

Kirsten Kjærs Museum
Langvadvej 64, Langvad
DK­7741 Frøstrup
Fax. +45 97991052
Tlf. +45 97991052

Víkingagrafreiturinn við Frøstrup.  Þar eru u.þ.b. 100 haugar og steinar, sem er raðað í skipsmunstur.  Á víkingaöld náði sjórinn alla leið að honum.

Listasafn Hansholm.  Skiptisýningar ýmissa listamanna.

Hanstholm Kunstbygning/Nordatlantens hus
Roshagevej 18
7730 Hanstholm.

Útreiðar.  Ýmsir bændur í nágrenninu bjóða hestaferðir á litlum og stórum hestum.  Þeir bjóða líka gistingu og kennslu í hestamennsku á meðan á dvöl stendur. 

Kolkjærs Bondegårds - og Rideferie
Klitvej 140, Glæde
DK - 7741 Frøstrup
Tlf. +45 97 99 1210
Fax. +45 97 99 12 41
E - mail: kolkjaer@sol.dk
www.members.tripod.com/kolkjaer


Frøstrup Ridecenter
8 Tømmerbyvej
DK - 7741 Frøstrup
Tlf. +45 97 99 15 45
Fax. +45 97 99 15 22
E - mail: froestrup-ridecenter@mail.tele.dk
www.hesteinfo.dk/froestrupridecenter/index.htm


Kleila.
Air Hockey, Pool, automater og café.

Go-Kart.  Mörgum þykir gaman að spretta úr spori í smábílum á 60 km meðalhraða.  Börn á aldrinum 10-12 ára fá að aka ein.
Thy Go-Kart Udlejning
Lufthavnsvej 9
Ræhr
DK-7730 Hanstholm
Tlf. +45 21 42 34 35
Fax. +45 97 96 16 93.

Listiðnaður.  Fjöldi handverksmanna og kvenna er í nágrenninu (leir, kerti o.fl.).

Æ´Lyjs Støberi
Bavnbak 15
Klitmøller
DK-7700 Thisted
Tlf. +45 97975680
Fax: 45 97975690 

Keramiker Claus Jørgensen
Langvadvej 45, Langvad
DK-7741 Frøstrup
Tlf. +45 97991637 

Et lys kursus hos æ´lyjs Støberi er í gömlum bóndabæ í Klitmøller.  Námskeið (2½ tími). 

Lildstrand Lys
Lildstrand lys
Sandnæshagevej 28A
Lildstrand
DK- 7741 Frøstrup
Tel.: 45 97990367.

Göngu- og hjólaferðir.  Göngu- og hjólastígar liggja vítt og breitt um umhverfið og kort fast hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála.  Hægt að taka þátt í skipulögðum ferðum.

Badeland.  Hitabeltislaug í Vigsø með rennibraut, heilsuböðum, barnalaug, gufubaði, sólbaðsstofu, leikfimisal og veitingastað.
Vigsø Bugt FerieCenter
Vigsøvej 300, Vigsø
DK - 7730 Hanstholm
Tlf. +45 96 55 66 66
Fax. +45 96 55 66 16.

Útsýnisflug frá flugvellinum milli Hanstholm og Thisted á sumrin.

Thisted Lufthavn
Lufthavnsvej
DK-7730 Hanstholm
Tlf. +45 97965100.

Golf.  Góður 18 holu golfvöllur, Nystrup Golfbane, við Klitmøller í fallegu umhverfi.

Nystrupvej 19, Vang
DK-7700 Thisted
Tlf. +45 97974141.

Leikhús.  Thyleikhúsið starfar allt árið.

Thy Teater
Fyrvej 104
DK- 7730 Hanstholm
Telf. +45 97960100
Fax. +45 97960

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM