San Salvador El Salvador,
Flag of El Salvador


 SAN SALVADOR
EL SALVADOR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin, San Salvador, var stofnuð árið 1525 og óx mjög á 20. öldinni.  Aðalþéttbýlið teygist frá Nueva San Salvador í vestri að Ilopangovatni í austri.  Þar býr u.þ.b. fimmtungur þjóðarinnar.  San Miguelborg er austar í hlíðum samnefnds eldfjalls.  Þar er gamall nýlendukjarni og umhverfis nútímaborgin.  Santa Ana er viðskiptamiðstöð vesturhlutans.  Offjölgun íbúa á Miðhásléttunni hefur valdið fólksflutningum til strandhérðaanna, þar sem land hefur verið brotið til baðmullar- og nautgriparæktar frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.  Landnám á norðurhálendinu á fyrri öldum olli miklum skaða, eyðingu skóga og jarðvegs.  Þar búa enn þá of margir, sem reyna að sjá sér farborða með sjálfþurftarbúskap.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM