Stærstu eldfjöll jarðar,

Tollfríðindi ferðamanna


HELZTU ELDFJÖLL JARÐAR
GLOBAL VOLCANISM PROGRAM

.

.

Utanríkisrnt.

AFRÍKA

Kilimanjaro í Tanzaníu, 5895 m.  Nær yfir þrjú eldfjöll, sem hafa ekki gosið á sögulegum tíma (Kibo, Mawensi og Shira).

Kamerún í Kamerún, 4100 m.  Fyrsta skráða gos 1650.  Í gosinu 1982 urðu rúmlega 300 íbúar í nágrenni þess að flýja heimili sín.

Teide á Tenerife á Kanaríeyjum, 3718 m.  Gosið 1705 gróf bæinn Barachico undir ösku og fyllti höfn hans.

Nyiragongo í Lýðveldinu Kongó, 3475 m.  Fyrsta sögulega gos 1884.  Gaus hér um bil óslitið á árabilinu 1928-1977.

Nyamuragira í Lýðveldinu Kongó, 3055 m.  Fyrsta skráð gos 1882.  Stærsti hraunstraumurinn í gosinu 1982 fór yfir 13 km langt skóglendi.

Fogo á Grænhöfðaeyjum, 2829 m.  Fyrsta skráða gos 1500.

Karthala á Komoroseyjum, 2361 m.  Fyrsta skráða gos 1828.

Fournaise á Reunioneyjum, 1823 m.  Fyrsta skráða gos 1640.  Það stóð óslitið í nærri 10 ár.

Erta-Ale í Eþíópíu, 503 m.  Fyrsta skráða gos 1873.  Fjallið gaus næstum óslitið 1967-80.

NORÐUR-AMERÍKA

Citlaltépetl
í Mexíkó, 5610 m.

Popocatépetl í Mexíkó, 5465 m.  Fyrsta skráða gos 1347.

Rainier í Washingtonfylki í BNA, 5465 m.  Fyrsta skráða gos 1825.

Shasta í Kaliforníu í BNA, 4317 m.

Colima í Mexíkó, 4240 m.

Tajumulco í Gvatemala, 4220 m.  Fyrsta skráða gos 1821.

Acatenango í Gvatemala, 3976 m.  Fyrsta skráða gos 1924.

Fuego í Gvatemala, 3763 m.  Fyrsta skráða gos 1524.

Hood í Óregon í BNA, 3424 m.  Fyrsta skráða gos 1800.

Spurr í Alaska í BNA, 3374 m.  Fyrsta skráða gos 1953.  Gosmökkurinn var rúmlega 19 km hár.

Baker í Washington í BNA, 3285 m.  Fyrsta skráða gos 1820.

Lassen í Kaliforníu í BNA, 3185 m.  Fyrsta skráða gos 1650.

Redoubt í Alaska í BNA, 3108 m.  Fyrsta skráða gos 1778.

Iliamna í Alaska í BNA, 3053 m.  Fyrsta skráða gos 1768.

Shishaldin í Alaska í BNA, 2857 m.  Fyrsta skráða gos 1775.

Paricutín í Mexíkó, 2807 m.  Fyrsta skráða gos 1943.  Þessu gosi linnti ekki fyrr en 1952  Keila þess hækkaði um a.m.k. 427 m og árið 1949 fórust 1000 manns í gosinu.
 
Pavlof í Alaska í BNA, 2714 m.  Fyrsta skráða gos 1790.  Gosmökkur gossins 1981 var u.þ.b. 5 km hár.

Poás í Kostaríka, 2704 m.  Fyrsta skráða gos 1834. 

Pacaya í Gvatemala, 2552 m.  Fyrsta skráða gos 1565.  Snemma á sjöunda áratugi 20. aldar hækkaði eldkeilan um rúmlega 274 m.

St. Helens í Washington í BNA, 2549 m.  Fyrsta skráða gos 1500.  Í gosinu 1980 fórust 66 manns og 259 km² skóglendis eyddust.  Gos í október 2004.
 
Veniaminof í Alaska í BNA, 2507 m.  Fyrsta skráða gos í kringum 1750.  Nýr gjallgígur myndaðist efst á fjallinu í gosinu 1984.   
 
El Chichón í Mexíkó, 2225 m.  Gosið 1982 eyddi flestum þorpum innan 8 km radíuss, rúmlega 100 manns fórust og gosmökkurinn náði 32 km upp í loftið og aska dreifðist allan hringinn um jörðina.

San Miguel í El Salvador, 2180 m.  Fyrsta skráða gos 1586.

Chiginagak í Alaska í BNA, 2126 m.  Fyrsta skráða gos 1852.

Katmai í Alaska í BNA, 2047 m.  Fyrsta skráða gos 1912.  Öskulag þessa goss varð allt að 15 m þykkt í nágrenni fjallsins og 30 sm þykkt á Kódíakeyju í 160 km fjarska.

Makushin í Alaska (Aleuteyjar) í BNA, 2035 m.  Fyrsta skráða gos 1768.

Izalco í El Salvador, 1965 m.  Fyrsta skráða gos 1770.

San Cristóbal í Nicaragua, 1745 m.  Fyrsta skráða gos 1522.

Great Sitkin í Alaska (Aleuteyjar) í BNA, 1737 m.  Fyrsta skráða gos 1760.

Arenal í Kostaríka, 1633 m.  Fyrsta skráða gos 1968.  Hraunrennsli hefur verið nær óslitið síðan.

Concepcion í Nicaragua, 1610 m.  Fyrsta skráða gos 1750.

Pelée á Martinique í Karíbahafi, 1397 m.  Fyrsta skráða gos 1792.  Gosið árið 1902 drap 26.000 manns. 

Momotombo í Nicaragua, 1280 m.  Fyrsta skráða gos 1550.  Gufuorkuver var tekið í notkun við fjallið árið 1983.

Kiska í Alaska (Aleuteyjar)  í BNA, 1220 m.  Fyrsta skráða gos 1907.

Telica í Nicaragua, 1060 m.  Fyrsta skráða gos 1527.  Gosmökkurinn náði 5 km hæð og aska dreifðist í allt að 48 km fjarlægð frá fjallinu.

SUÐUR-AMERÍKA

Guallatiri í Chile, 6060 m.  Fyrsta skráða gos 1825.

Cotopaxi í Ekvador, 5897 m.  Fyrsta skráða gos 1532.  Hæsta sígjósandi eldfjall heims.

El Misti í Perú, 5823 m.  Fyrsta skráða gos 1542.  Hefur ekki gosið síðan en hafði trúarlega þýðingu fyri inka.

Tupungatito í Chile og Argentínu, 6540 m.  Fyrsta skráða gos 1829.

Láscar í Chile, 5592 m.  Fyrsta skráða gos 1848.

Nevado del Ruiz í Kólumbíu, 5400 m.  Fyrsta skráða gos 1595.  Árið 1985 fórust 22.000 manns í aurflóðum, sem sprengigos ollu.

Sangay í Ekvador, 5230 m.  Fyrsta skráða gos 1628.

Nevado del Tolima í Kólumbíu, 5215 m.  Fyrsta skráða gos 1822.

Tungurahua í Ekvador, 5033 m.  Fyrsta skráða gos 1524.

Puracé Kólumbíu, 4800 m.  Fyrsta skráða gos 1827.  Árið 1949 fórust 1000 manns í gosinu.

Guagua Pichincha í Ekvador, 4794 m.  Fyrsta skráða gos 1533.

Lautaro í Chile, 3380 m.  Fyrsta skráða gos 1878.

Llaima í Chile, 3125 m.  fyrsta skráða gos 1640.
 
Villarrica í Chile, 2840 m.  Fyrsta skráða gos 1558.

Hudson Cerro í Chile, 2615 m.  Fyrsta skráða gos 1971.

SUÐURSKAUTSLANDIÐ

Erebus á Rosseyju, 3743 m.  Fyrsta skráða gos 1841.  Gaus næstum árlega á áttunda áratugi 20. aldar.

Bristol Island Samlokueyjar, 1100 m.  Fyrsta skráða gos 1823.

Deceptioneyja, 576 m.  Fyrsta skráða gos 1800.

ASÍA – EYJAÁLFA – KYRRAHAFIÐ

Klyuchevskaya á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 4750 m.  Fyrsta skráða gos 1697.  Hæst  22 eldfjalla á skaganum.

Mauna Kea á Hawaii í BNA, 4205 m.  Venjulega ber fjallið hvíta snjóhettu og hefur verið óvirkt lengi.  Það er 9750 m hátt frá hafsbotni, sem gerir eyjuna að hæstu eyju heims frá grunni.

Mauna Loa á Hawaii í BNA, 4169 m.  Fyrsta skráða gos 1750.  Eldfjallið er hluti stærsta einstæða fjalls heims.  Árið 1984 náði gosmökkur þess 11 km hæð og hraunin þöktu 47 km².

Kerinci á Súmötru í Indónesíu, 3800 m.  Fyrsta skráða gos 1838.

Fuji á Honshu í Japan, 3776 m.  Fyrsta skráða gos 781.  Hæsta fjall Japans, sem var, er og verður væntanlega listamönnum að yrkisefni.

Rinjani á Lombok í Indónesíu, 3726 m.  Fyrsta skráða gos 1847.

Tolbachik á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3682 m.  Fyrsta skráða gos 1740.

Semeru á Jövu í Indónesíu, 3676 m.  Fyrsta skráða gos 1818.

Ichinsky á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3621.  Engin skráð gos.

Kronotsky á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3528 m.  Fyrsta skráða gos 1922.

Koryaksky á Kamsjatskaskaga í Rússlandi, 3456 m.  Fyrsta skráða gos 1895.

Slamet á Jövu í Indónesíu, 3428 m.  Fyrsta skráða gos 1772.  Rúmlega 30 gos hafa verið skráð síðan.

Raung á Jövu í Indónesíu, 3332 m.  Fyrsta skráða gos 1586.  Árin 1638 og 1730 fórust u.þ.b. 3000 manns í eldgosum.

Shiveluch á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3283 m.  Fyrsta skráða gos 1793.

Dempo á Súmötru í Indónesíu, 3159 m.  Fyrsta skráða gos 1817.

Sundoro á Jövu í Indónesíu, 3151 m.  Fyrsta skráða gos 1806.

Ciremay á Jövu í Indónesíu, 3078 m.  Fyrsta skráða gos 1698.

On-take á Honshu í Japan, 3063 m.  Fyrsta skráða gos 1979.

Papandayan á Jövu í Indónesíu, 2987 m.  Fyrsta skráða gos 1772.

Cede á Jövu í Indónesíu, 2958 m.  Fyrsta skráða gos 1747.  Síðan hefur fjallið gosið rúmlega 20 sinnum.

Zhupanovsky á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2958 m.  Fyrsta skráða gos 1776.

Apo á Mindanao á Filipseyjum, 2954 m.  Ekkert gos skráð.

Merapi á Jövu í Indónesíu, 2911 m.  Fyrsta skráða gos 1006.  Síðan hafa a.m.k. 55 gos verið skráð.

Bezymianny á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2900 m.  Fyrsta skráða gos 1955.  Árið 1956 varð gífurlega öflugt gos.  Öskufall var mikið, 50 sem í 10 km fjarlægð og í 29 km fjarlægð 28 sm.  Aurflóð runnu allt að 80 km frá fjallinu.

Marapi á Súmötru í Indónesíu, 2891 m.   Fyrsta skráða gos 1770 og a.m.k. 50 hafa verið skráð síðan.

Tanbora á Sumbawa í Indónesíu, 2850 m.  Fyrsta skráða gos 1812.  Flóðbylgja í tengslum við gosið 1815 drap 56.000 manns.

Ruapehu á Norðurey Nýja-Sjálands, 2797 m.  Fyrsta skráða gos 1861.

Peuet Sague á Súmötru í Indónesíu, 2780 m.  Fyrsta skráða gos 1918.

Avachinsky á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2751 m.  Fyrsta skráða gos 1737. 

Balbi í Bougainville á Papúa Nýju-Gíneu, 2743 m.  Ekkert skráð gos á síðari tímum.

Mayon á Luzon á Filipseyjum, 2421 m.  Fyrsta skráða gos 1616.

Alaid á Kúrileyjum í Rússlandi, 2335 m.  Fyrsta skráða gos 1790.

Ulawun í Nýja-Bretlandi í Papúa Nýju-Gíneu, 2296 m.  Fyrsta skráða gos 1700.

Lamington í Nýju-Gíneu á Papúa Nýju-Gíneu, 1780 m.  Fyrsta skráða gos 1951.  Það drap 3000 manns.

Kelut á Jövu í Indónesíu, 1731 m.  Fyrsta skráða gos 1000.  Árið 1586 fórust 10.000 manns og 1919 5000 manns. 13. febrúar 2014 gaus fjallið og tugir þúsunda flúðu eldgosið. Sjö flugvellir voru lokaðir vegna gossins, þar og meðal þrír stórir alþjóðaflugvellir.

Pinatubo á Luzon á Filipseyjum, 1460 m.  Fyrsta skráða gos 1380.  Líklega framleiddi fjallið meiri ösku en nokkuð annað eldfjall á 20. öldinni í gosinu 1991.

Lopevi á Vanuatu, 1364 m.  Fyrsta skráða gos 1864.

Unzen á Kyushu í Japan, 1360 m.  Fyrsta skráða gos 860.  Rúmlega 10.000 fórust í gosinu 1792.

Awu á Pulau Sangihe í Indónesíu, 1320 m.  Fyrsta skráða gos 1640.  3200 fórust 1711 og 2800 árið 1856.

Kilauea á Hawaii, BNA, 1243 m.  Fyrsta skráða gos 1750.  Hraunstraumurinn í gosinu 1982 rann til hafs í 48 km fjarlægð.

Krakatá á Krakatá í Indónesíu, 813 m.  Fyrsta skráða gos 1680.  Gosið 1883 var eitthvert hið mesta á sögulegum tíma.  Röð sprenginga heyrðust víða og hin öflugasta í 4670 km fjarlægð.  Flest hinna 36.000 fórnarlamba sprenginganna fórust í gífurlegum flóðbylgjum á Jövu og Súmötru.

Suwanose-jima á Ryukyueyjum í Japan, 799 m.  Fyrsta skráða gos 1813.

Taal á Luzon á Filipseyjum, 400 m.  Fyrsta skráða gos 1572.  Fórnarlömb gossins 1905 voru 1500 og 1911 fórust 1300.  Flóðbylgja á Taalvatni umhverfis eldfjallið drekkti mörgum fiskimönnum árið 1965.

EVRÓPA og ATLANTSHAFIÐ

Etna á Sikiley á Ítalíu, 3323 m.  Skráð gos eru u.þ.b. 200.  1536 fórust 1000 manns og 1669 u.þ.b. 20.000.

Beerenberg í Noregi, 2277 m.  Fyrsta skráða gos 1558.

Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi, 2060 m.  Fyrsta skráða gos 1700.

Kverkfjöll á Íslandi, 1920 m.  Fyrsta skráða gos 1700.  Víst er að oft hefur gosið fyrr og síðar.

Askja á Íslandi, 1570 m.  Fyrsta skráða gos 1875, en vís er að oft hefur gosið fyrr og nokkur gos hafa verið skáð síðan.

Hekla á Íslandi, 1491 m.  Fyrsta skráða gos 1104.  Síðan hefur gosið vel á fimmta tug skipta í og við fjallið.  Á miðöldum trúðu margir Evrópumenn að fjallið væri annað tveggja hliða helvítis.

Katla á Íslandi, 1363 m.  Fyrsta skráða gos 1177.  Síðan hafa nokkur gos verið skráð á 70-80 ára fresti.

Vesúvíus á Ítalíu, 1280 m.  Gosið 79 e.Kr. lagði Pompeii, Stabiae, Herculaneum og Iapilli í eyði.  Hinar tvær síðastnefndu huldust aurflóði.

Stromboli á Ítalíu, 926 m.  Eldfjallið er á samnefndri eyju norðan Sikileyjar.  Miðaldamenn trúðu, að Stromboli væri annað hliða helvítis.

Krafla, Gjástykki á Íslandi, 818 m.  Fyrsta skráða gos 1300.  Oft hefur gosið á svæðinu.  1724-29 voru Mývatnseldar hinir fyrri og 1975-84 hinir síðari.

Santorini-Thera í Grikklandi, 556 m.  Eldgos í kringum 1500 eyddi öllu lífi á eyjunni.

Vulcano á Ítalíu, 195 m.  Aristóteles varð vitni að eldgosi í gígnum og notaði fyrstur orðið „tephra”, sem Sigurður Þórarinson, jarðfræðingur, tók upp í íslenzku (tefra) sem samheiti allra gosefna.  Aristóteles notaði það aðeins um öskuna.

Surtsey á Íslandi, 173 m.  Eyjan reis úr hafi í lengsta samfellda eldgosi á sögulegum tíma á jörðinni 1963-67.  Fleiri eyjar risu úr hafi en eyddust strax.  Smám saman eyðist Surtsey þar til aðeins stendur klettur í hafinu, sem verður svo um síðir undan að láta.

ELDGOS á ÍSLANDI

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM