Ascension England,
[Flag of the United Kingdom]


ASCENSION
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ascension er brezk eyja í Suður-Atlantahafi, u.þb. 88 km².  Hún er á stjórnsýslusvæði St. Helenu, þótt hún sé u.þ.b. 1100 km suðaustan hennar.  Eyjan er að mestu þakin útbrunnum gígum og hraunum en í hæðum Grænafjalls (859m) eru ræktaðir ávextir og grænmeti auk kvikfjárræktar.  Ekkert vatn rennur á yfirborði eyjarinnar en á 19. öld voru grafnar smátjarnir, sem ferskvatn safnast i.  Það nægir ekki, þannig að mestur hluti neyzluvatns er unnið úr sjó.  Strendur eyjarinnar eru óvarðar gegn ofsa Atlantshafsins en eru engu að síður mikiðvægar varpstöðvar hinnar sjaldgæfu grænu sjóskjaldböku, sem verpir á tímabilinu janúar til apríl.  Svartþernur verpa þar líka í þúsundatali.  Aðrar fuglategundir eiga erfitt uppdráttar vegna fjölda villikatta á eyjunni.

Joao da Nova Castella, portúgalskur sæfari, fann eyjuna árið 1501 á uppstigningardag.  Fyrstu mannabyggðir á eyjunni reisti brezki sjóherinn, þegar hann byggði herstöð þar árið 1815 til að draga úr líkum á flótta Napóleons frá St. Helenu.  Embættismaður brezka landstjórans á St. Helenu annast stjórnsýslu eyjarinnar.  Enginn íbúanna hefur fasta búsetu, því að þeir starfa allir tímabundið fyrir Brezku símamálastofnunina, Brezka útvarpið (BBC), NASA, bandaríska flugherinn, brezka flugherinn og brezku og bandarísku leyniþjónusturnar.  U.þ.b helmingur þessa fólks eru verktakar, þar af 200 Bandaríkjamenn.  Hinir eru brezkir borgarar.

Bandaríkjamenn byggðu flugvöllinn „Wide-awake” í síðari heimsstyrjöldinni.  Hann varð Bretum að miklum notum í Falklandseyjastríðinu 1982.  Brezkar herflugvélar, sem fljúga til Falklandseyja, lenda á Ascension til að taka eldsneyti.  Bandarískar herflugvélar koma frá Patric Air Force Base í Flórída með millilendingu á Karíbaeyjunni Antigua.  Aðgangur að Ascension er takmarkaður en einkasnekkjum er leyft að dvelja þar í þrjá daga í senn.  Áætlaður íbúafjöldi 1987 var 1400.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM