Vatnahéraðið Lake District England,
[Flag of the United Kingdom]


VATNAHÉRAÐIÐ
LAKE DISTRICT
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

England lakesVatnahéraðið er óviðjafnanlega fagurt og fjölbreytt í landslagi.  Það er paradís veiðimanna og siglara.  Þar eru 16 vötn og fjöldi uppistöðulóna.  Milli vatnanna er lágt fjalllendi (600 m), þar sem Scafell Pike er hæst (972 m).  Svæðið er 41 km frá austri til vesturs og 50 km frá norðri til suðurs.  Í miðju þess er bærinn Grasmere með 1000 íbúa.

Landslagið mótaðist á milljónum ára, sokkið í sæ og kalklög mynduðust auk fornra minja um eldvirkni.  Úrkoman er meiri en annars staðar á Bretlandi.  Þess vegna er gróður fjölbreyttari og grózkumeiri en ella.  Fjöldi vatna- og vaðfugla á sér heimkynni við vötnin, s.s. hegrinn.  Sauðfé er margt á beit.

Árið 1769 ritaði pósturinn Thomas Gray bók um svæðið og skáld (William Wordsworth) sungu því lof og dýrð.  Þar með varð Vatnahéraðið eitt vinsælasta útivistarsvæði Bretlandseyja.

Mestur hluti Vatnahéraðsins er þjóðgarður, sem skiptist í fimm meginsvæði, suðurhlutann eða Windermere, norðurhlutann eða Keswick, austurhlutann eða Ullswater, vesturhlutann og fjalla-skörðin.

Á sumrin eru bátsferðir um Windermere-, Ullswater- og Derventwatervötnin.  Veiðileyfi eru seld á staðnum.  Göngustígar liggja út um allt frá þorpunum og sumir tindar eru erfiðir uppgöngu.

*Windermerevatn er í jökultrogi og er stærsta stöðuvatn Englands, 16,5 km langt og 70 m djúpt.  Ströndin er klettótt að norðanverðu en suður úr vatninu rennur áin Leven í Morecambe-flóa.  Umhverfið er skógi vaxið.  Stærsta eyja vatnsins er Belle Isle.  Á Ladyholme eru rústir kapellu frá 13. öld.  Bátsferðir út í eyjarnar.

Windermere.  Íbúafjöldi 8100.  *Fagurt útsýni yfir suðurhluta Vatnahéraðsins og Morecambeflóa frá Orrest Head.  Stígurinn þangað upp liggur um Elleray Woods.

Hawkshead.  Íbúafjöldi 700.  Fallegt þorp sunnan Windermerevatns.  Þar er menntaskóli, sem Wordsworth sat í 1778-79.

Grasmere.  Samnefnt kringlótt vatn og þorp með 1000 íbúa.  Þar er uppáhaldsstaður 'vatnaskáld-anna'.  Wordsworth bjó í Dove Cottage (nú safn) og liggur grafinn í kirkjugarðinum þar.  Í litlu kirkjunni St. Oswald eru minnismerki um skáldin.

Helvellyn er þriðja hæst hæðanna (945 m) í Vatnahéraðinu.  Þangað upp er 3-3½ tíma ganga.  Við rætur hennar er uppistöðulónið Thirlmere, sem þjónar Manchester.

Keswick.  Íbúafjöldi 4900.  Bærinn við ána Greta er ein vinsælasta miðstöð Vatnahéraðsins.  Í Greta Hall bjuggu skáldin Coleridge og Southey.

*Derentwater er líklega fegurst vatnanna.  Áin Derwent fellur í gegnum vatnið.  Í henni er bæði lax og silungur.  *Scale Force er talinn fegurstur fossa Vatnahéraðsins.  Hann er 48 m hár.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM