London saga söguágrip,
[Flag of the United Kingdom]


LONDON SÖGUÁGRIP
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

43 e.Kr. lagði rómverskur her Kládíusar keisara Bretland undir sig og stofnaði nýtt skattland og setti þar niður fjögur herfylki.Verzlunarstaðurinn Londinium á norðurbakka árinnar Themse var stofnaður.

Eftir 240.           Londonium varð höfuðborg brezka skattlandsins á dögum Díókletíans keisara.

286/87  Aðmíráll brezka flotans, Karásíus, átti að berjast franka og saxa, en gerði  uppreisn gegn Díókletían, lagði undir sig Britaníu og lét krýna sig keisara.  Hann gerði Londonium að höfuðborg sinni.

449.      Rómverska ríkið tapar Britaníu í hendur jóta, engla og saxa.

796.      London varð konungssetur undir stjórn engilsaxa.

827.      Egbert, konungur Wessex, sameinaði engilsaxneska konungsríkið.

1016-1066.        London varð höfuðborg.  Engilsaxnesku konungarnir Knútur og Játvarður syndlausi sátu í Westminster (1016-35; 1042-66).

1066.                Eftir orrustuna við Hastings var normannski konungurinn, Vilhjálmur sigurvegari, krýndur í Westminster Abbey.

1100-35.           Á stjórnarárum Hinriks I jókst mikilvægi London sem höfuðborgar og hún fékk stöðu sem sjálfstætt ríki undir beinni stjórn  konungs.

1154     Upphaf veldis normanna og Pantagenet konunga.

1157     Hansakaupmenn stofnuðu verzlunarstað á Thamesbökkum.

1189-99             Ríkharður I lögleiddi aðgang borgaranna að Thames gegn 1500 punda greiðslu.

1192                 Embætti yfirborgarstjóra stofnað.  Hann var kosinn úr röðum félaga iðnregna í almennum kosningum.

13. öld              Klaustur spretta upp í úthverfum borgarinnar. Dóminikanar, Karmelítar, Katräuser.

1245-69            Westminster Abbey byggt í gotneskum stíl.
 

1272-1307         Lögfræðiskólinn „Inns of Court” stofnaður í tíð Eðvarðs I.  Kirkjunnar mönnum bannaður aðgangur að réttarsölum.

1312                 Regla hofsriddara leyst upp.  Eignir hennar afhentar lögfræðiskóla, sem var settur á fót í „The Temple” .

1483                 Ríkharður III lét myrða frænda sína, Eðvarð V og Ríkharð í „The Tower til að tryggja sig í sessi.

1485                 Tudorættin kemur til ríkis með Hinrik VII.

16. öld              Dregur úr verzlun og viðskiptum í kjölfar stofnunar fyrstu verzlunarfyrirtækjanna.

1509-1547         Biskupakirkjan stofnuð í stjórnartíð Hinriks VIII og klaustrum breytt í elliheimili og sjúkrahús.

1603                 Stuartættin kemur til valda með Jakobi I.

1605                 Guy Fawkes reyndi að sprengja þinghúsið í loft upp með aðstoð katólika.

1649                 Karl I hálshöggvinn í Whitehall.  Oliver Cromwell gerður að verndara ríkisins.
 

1660                 Endurreisn konungsdæmisins með Karli II (Stuart).  Íbúafjöldi orðinn ½ milljón.

1665                 Svarti dauði herjar á London.  68.500 létust.

1666                 Bruninn mikli lagði fimmtung borgarinnar í rústir, 13.200 hús og 89 kirkjur brunnu.

1675-1711        Sir Christopher Wren byggði St. Paul’s dómkirkjuna og 50 til viðbótar.

1694                 Englandsbanki stofnaður.

1714                 Hannoverættin með Georg I tekur við völdum af Stuartættinni.

1760                 Borgarmúrar London rifnir og borgin teygir sig í átt að Westminster.

1801                 Fyrsta manntal í London.  Niðurstaðan:  860.035 íbúar.

1806                 Herför Napóleons olli minnkandi viðskiptum í London.

1808-28            Höfn borgarinnar stækkuð.  Þar með varð hún hin stærsta í Bretlandi.

1830                 Borgarlögregla.

1836                 Fyrsta járnbrautin milli London og Greenwich.
                       
1837-1901         Í stjórnartíð Viktoríu drottningar urðu byggingarframkvæmdir mestar í sögu     borgarinnar.  Járnbrautin hafði þar mest áhrif, því að verkafólk gat búið lengra frá vinnustað en áður.  Úthverfi í Viktoríustíl risu.

1837                Gerði Viktoría drottning Buckinghamhöll að aðalaðsetri sínu.

1840-52            Þinghúsið byggt.

1851                John Paxton reisti Crystal Palace fyrir Stóru sýninguna.

1858                Covent Garden óperan byggð.

1863                Fyrsta neðanjarðarlestin milli Biskupsvegar og Farrington.

1897                Whitechapel listasafnið byggt í jugendstíl.

1910                Georg V af Windsonætt tekur við völdum.

1914-18          Fyrri heimsstyrjöldin.  Rúmlega 2000 særðust og 670 fórust í loftárásum á London.

1915                Fyrstu árásir Zeppelin loftfara á borgina.

1939-45            Síðari heimsstyrjöldin.  Miklar skemmdir í loftárásum og 30.000 fórust.

1952                Elísabet II krýnd í Westminster Abbey.

1965                Stjórnarbætur í London.

1968               Verkfall verksmiðjufólks og hafnarverkamanna lamaði samgöngur og verzlun.

1977                Hátíðahöld vegna 25 ára valdaafmælis Elísabetar II.

1981                Karl krónprins og Diana Spencer ganga í hjónaband. 

1984                Fundur æðstu ráðamanna vestrænu iðnríkjanna 7.

1985                 Harrods verzlunarkeðjan komst í eigu egypzku bræðranna Al Fayed.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM