Cardiff Wales England,
[Flag of the United Kingdom]


CARDIFF
WALES - ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cardiff  pictureCardiff er höfuðborg Vels og stjórnsetur Suður- Glamorgarhéraðs í Suður-Vels við ósa Taff- og Elyánna við Bristolskurðinn.  Borgin er líka mikilvæg hafnar- og iðnaðarborg.  Helztu iðnaðarvörur hennar eru stál, vélar, matvæli, málmvörur, vefnaður og pappír.  Helztu byggingar eru m.a. Cardiff kastali (frá 12. öld), Llandaff-dómkirkjan og kirkja Jóhannesar skírara frá 15. öld.  Þjóðminjasafn Wales er líka athyglisvert.  Velski læknaháskólinn (1931) og Velsháskóli (1988) varð til við samruna háskólans (1883) og Vísinda- og tækniskólans (1866).

Rómverjar byggðu útvarðstöð á Cardiff-slóðum árið 75 e.Kr.  Normannar náðu svæðinu undir sig á 11. öld og íbúarnir urðu leiguliðar aðalsmanna að því loknu.  Cardiff var lítill bær þar til Glamorganskírisskurðurinn var opnaður 1794.  Þá opnaðist leið fyrir útflutning málmgrýtis úr námum Suður-Vels.  Fyrstu bryggjurnar í bænum voru byggðar 1839 og Cardiff varð að stærstu útskipunarhöfn fyrir kol í heiminum.  Í síðari heimsstyrjöldinni skemmdist borgin mikið í loftárásum Þjóðverja.  Hún var höfuðborg Glamorganskíris til 1974.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 272.600.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM