Garðeyja Ástraslía,
Flag of Australia


GARÐEYJA
ÁSTRALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Hin ástralska Garðeyja er í Indlandshafi, rétt suðvestan stranda Vestur-Ástralíu og 48 km suðvestan Perth.  Hún, ásamt Green- og Mörgæsaeyju, skýla Cockburn-sundinu austanverðu og aðsiglingunni að höfnunum í Fremantle, Kwinana og Rockinham.  Eyjan er ekki nema 946 hektarar að flararmáli og 65 m há með sandströndum og þakin skógi og gróðri.  Franski sæfarinn J. Hamelin, sem kallaði eyjuna Île de Bauche, fann eyjuna árið 1801.  Árið 1829 kom þangað brezkur nýlenduleiðangur, sem gat ekki lent á meginlandinu vegna slæms veöurs og lýsti eyjuna brezkt land.  Sama ár sáði landstjórinn, James Stirling, fræjum þar til garðræktar og eyjan fékk nafn sitt af því.  Byggðin á eyjunni var skammvinn og fólkið fór til Fremantle til að setjast að.  Síðar á 19. öldinni var stór strönd á suðvesturhluta eyjarinnar nýtt til að sigla skipum upp á til viðgerða.  Í síðari heimsstyrjöldinni var þar leynileg þjálfunarstöð og árið 1978 sjóherstöð, þar sem HMAS „Stirling” var staðsett.  Ferðaþjónustan á eyjunni byrjaði að byggast upp frá Perth og Rockingham og þjóðvegur var lagður frá meginlandinu árið 1972.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM