Eyjaálfa Línueyjar Kiritati,

KIRIBATI      

KIRIBATI - LÍNUEYJAR
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Línueyjar eru kóraleyjakeðja í Mið-Kyrrahafi.  Hluti þeirra tilheyrir Kiribati en hinar eru undir bandarískum yfirráðum.  Eyjakeðjan er 2600 km löng til norðvesturs frá Frönsku Pólýnesíu.  Heildarflatarmál þeirra er 500 km² og þeim er skipt í Norður-, Mið- og Suður-Línueyjar.  Norðureyjarnar ná yfir Teraina (Washington)-eyjar, Tabuaeran (Fanning)- og Kiritimati (Jóla-)-kóraleyjarnar, sem urðu hluti Kiribati, þegar landið fékk sjálfstæði 1979, og Kingman-rifið, Palmyra-kóraleyjuna og Jarviseyju, sem eru allar undir bandarískum yfirráðum.  Mið- og Suður-línueyjar ná yfir Malden- og Starbuck-eyjar og Vostok- og Flint-eyjar auk Caroline-kóraleyjunnar, sem eru líka hlutar af Kiribati.  Föst byggð er einungis á Kiritimati- og Tabuaeran-kóraleyjunum og á Teraina-eyju.  Áætlaður íbúafjöldi eyjanna 1990 var tæplega 5000.

Opinbert nafn landsins er Lýðveldið Kiribati.  Þar starfar þing í einni deild (42) og sami maður fer með embætti forseta og forsætisráðherra.  Höfuðborgin er Tairiki á Tarawa-kóraleyjunni.  Opinbert tungumál er enska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er Ástralíudollar ($A) = 1000 sent.

Íbúafjöldi 1998:  84 þúsund (115,7 manns á hvern km²; 36% í þéttbýli; karlar 49,45%).

Aldursskipting 1990:  15 ára og yngri, 40,3%; 15-29 ára, 27,5%; 30-44 ára, 17,3%; 45-59 ára, 9,2%; 60-74 ára, 4,8%; 75 ára og eldri, 0,9%.

Áætlaður íbúafjöldi 2010:  95 þúsund.  Tvöföldunartími 35 ár.

Þjóðerni 1990:  I-Kiribati 97,4%, blandaðir 1,5%, Tuvalumenn 0,5%, Evrópumenn 0,2%, aðrir 0,4%.

Trúarbrögð 1990:  Rómversk katólskir 53,5%, mótmælendur 39,2%, Bahá’í 2,4%, aðventistar 1,9%, mormónar 1,7%, aðrir 1,3%.

Helztu borgir 1990:  Tarawaborg (rúml. 25 þús.).

Fæðingatíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  31 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  11 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  20 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi miðuð við hverja kynþroska konu 1997:  3,3.

Hjónabandstíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1988:  5,2.

Lífslíkur frá fæðingu 1997:  Karlar 62 ár, konur 67 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100.000 íbúa 1993:  Ellidauði 61,2; hjartaáfall 39,1; niðurgangur 37,8; lifrarbólga 32,5; sykursýki 28,6; vannæring 23,4; heilahimnubólga 18,2.

Fjárlög 1995:  Tekjur $A 42.200.000.-.  Gjöld $A 70.600.000.-.

Erlendar skuldir 1993:  US$ 18.000.000.-.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 1.000.000.-.  Gjöld 1994:  US$ 3.000.000.-.

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 75.000.000.- (US$ 920.- á mann).

Vinnuafl 1990:  32.610 (45,1%).

Landnýting 1994:  Skóglendi 2,7%, ræktað land 50,7%, annað 46,6%.

Innflutningur 1994:  $A 36.115.000.-.  Helztu viðskiptalönd:  Frakkland 27,6%, BNA 26,2%, Ástralía 16,3%, Fiji-eyjar 8,3%, Japan 7,5%, Nýja-Sjáland 2,5%.

Útflutningur 1994:  $A 7.110.000.-.  Helztu viðskiptalönd:  Japan 32.9%, BNA 17,1%, Hongkong 12,9%, Bangladesh 8,6%, Þýzkaland 8,6%, Malasía 7,1%.

Samgöngur 1995.  þjóðvegakerfi 655 km (m/slitlagi 5%).  Farartæki (1982):  Fólksbílar 307, rútur og vörubílar 130.  Kaupskipafloti 1992:  Skip stærri en 100 brúttótonn = 7.  Flugvellir með áætlunarflugi 1996: 17.

Heilbrigðismál 1993:  Einn læknir fyrir hverja 7687 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 253 íbúa.  Barnadauði miðaður við hverja 1000 lifandi fædda:  54.

Læsi 1985:  90%.

Næring (1995) samsvarar 2772 kalóríum á dag (88% korn- og grænmeti), sem er 122% af viðmiðun FAO.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM