Christchurch Nýja Sjáland,
Flag of New Zealand


CHRISTCHURCH
NÝJA-SJÁLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Christchurch er stjórnsýslusetur Canterbury-svæðisins á suðausturhluta Suðureyjar við Avon-ána.  Þetta svæði var síðasta ogbezt heppnaða landnámið á vegum Edward Gibbon Wakefield og Nýja-Sjálandsfélags hans.  Canterbury-félagið (1848; John Robert Godley) stofnaði Christchurch í þeim tilgangi að skapa kristilegt samfélag um ensku biskupakirkjuna.  Fyrstu landnemarnir komu á fimm skipum á árunum 1850-51.  Byggðin, sem var kölluð Canterbury, var síðan nefnd Oxford eftir skóla Kristkirkjunnar.  Christchurch fékk borgarréttindi 1868 og var stækkuð 1903.  Hún er nú næststærsta borg landsin á eftir Aukland.

Fyrir síðari heimsstyrjöldina byggðist efnahagur borgarinnar aðallega á landbúnaðnum umhverfis hana.  Eftir stríðið varð hún næststærsta miðstöð iðnaðar landsins vegna góðra samgangna, nægilegs neyzluvatns og ódýrrar raforku frá vatnsorkuverum.  Fram að því var matvæla- og ullarvinnsla og vinnsla landbúnaðarafurða aðaltekjulindin en við bættist iðnaður tegndur framleiðslu fatnaðar, teppa, gúmmís, timburvöru, korks, farartækja, hjólbarða, sápu, áburðar, glers, skófatnaðar og hveitis.

Höfnin, Lyttelton, er náttúruhöfn 11 km suðaustan miðborgarinnar.  Hún er tengd Christchurch með járnbraut og veggöngum í gegnum Hafnarhæðirnar.  Helztu útflutningsvörurnar, sem fara um hana, eru ull, kjöt, mjólkurafurðir og hveiti.  Helztu innflutingsvörurnar eru fljótandi eldsneyti, áburður, járn og stál.  Aðalþjóðvegur eyjarinnar liggur um Christchurch og millilandaflugvöllur er í grenndinni.

Christchurch hefur fengið nafnið „Garðaborgin á sléttunni” vegna þess, að um áttundi hluti hennar er opin og græn svæði.  Borgin er ein mesta skólaborg landsins.  Þar eru m.a. Lincoln-háskólinn (1990; upprunalega stofnaður 1878 sem landbúnaðardeild Canterbury-háskóla), Kristsmenntaskólinn og Canterbury-háskóli (1873).  Meðal áhugaverðra bygginga er enska dómkirkjan og katólska dómkirkjan, Robert McDougall-listasafnið, Canterbury-safnið, grasagarðurinn og stjörnuskoðunarstöðin.  Áætlaður íbúafjöldi í borginni sjálfri 1991 var 293 þúsund en í Stór-Christchurch 308 þúsund.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM