Bismarck eyjaklasinn,
Flag of Papua New Guinea


BISMARCK EYJAKLASINN
PAPÚA NÝJA GÍNEA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Eyjafjöldinn í Bismarck-eyjaklasanum í Vestur-Kyrrahafi er rúmlega 200 og að hluta til Eyjar Papúa Nýju-Gíneu.  Eyjaklasinn er norðaustan Nýju-Gíneu og sunnan miðbaugs.  Helztu eyjarnar eru Nýja-Bretland (36.648 km²), Nýja-Írland (8650 km²), Nýja-Hanover (Lavongai; 1190 km²), York hertogaeyjar (57 km²) og Aðmírálseyjar (2070 km²).  Aðrir eyjaklasar eru St Matthias, Vitu-eyjar og Umboi-eyjar.  Eyjaklasin er hálfhringlaga og umlykur Bismarkhaf að hluta.  Minni hluti íbúanna er melanesískur.  Helztu framleiðsluafurðir eyjanna eru kakó, kókoskjarnar og skelfiskur.

Upprunalegt nafn þessa eyjaklasa er Nýja-Bretlands eyjaklasinn.  Þjóðverjar gerðu kröfu til hans sem verndarsvæðis 1884 og hann fékk núverandi nafn ári síðar.  Ástralar hernámu eyjarnar árið 1914 og fengu yfirráð þar samkvæmt ákvörðun Þjóðabandalagsins 1921, þegar Nýju-Gíneusvæðið var afmarkað.  Japanar réðust inn á eyjarnar 1942 og bandamenn náðu þeim á sitt vald 1944.  Árið 1947 fengu Sameinuðu þjóðirnar Áströlum yfirráðin í hendur á ný.  Þær fengu sjálfstæði sem hluti Papúa Nýju-Gíneu 1975.  Heildarflatarmál þeirra er u.þ.b. 51.800 km².  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 32.800 á Manus, 127.500 á Vestur-Nýja-Bretlandi, 184.400 á Austur-Nýja-Bretlandi og 87.200 á Nýja Írlandi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM