apía samóa,
Flag of Syria


APÍA
LÝÐVELDIÐ SAMÓA

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Apía, höfuðborg hins sjálfstæða lýðvelis Samóa, er á norðurströnd næststærstu eyjarinnar Upolu (13°50'S-171°50'V).  Borgin var stofnuð á sjötta áratugi 19. aldar við náttúruhöfn í mynni Vaisigano árinnar á mjórri strandsléttu.  Vaea-fjall (472m) er beint sunnan hennar.  Beggja vegna árinnar eru hryggir með vegum.  Á hinum vestari er aðalvegurinn til suðurstrandar eyjarinnar.  Apía er eina hafnarborg landsins.  Helztu útflutningsvörur eru fiskafurðir og kópra og innfluntingurinn byggist aðallega á baðmull, faratækjum, kjöti og sykri.

Mulinu'u er gamla hátíðarhöfuðborgin rétt við vesturjaðar hinnar nýju.  Þar er stjórnarrráðið (Maota Fono), gamla stjörnuskoðunarstöðin og veðsurstofan.  Katólska dómkirkja meyfæðingarinnar er meðal áhugaverðustu staða Apía.  Stjórnarskrifstofur eru í nokkurra hæða húsi á uppfyllingu í ármynninu.  Þar er seðlabankinn og klukkuturn, sem er vinsæll mótstaður.  Nýi markaðurinn (maketi fou) er svolítið upp með ánni í Fugalei, sem er ís betra skjóli fyrir fellibyljum.  Meðal nokkurra bygginga frá nýlendutímanum er dómshúsið (safn á 2. hæð).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM