Tonga Kyrrahaf,
[Tonga]

MEIRA

TONGA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Konungsríkið Tonga er í Suðvestur-Kyrrahafi, u.þ.b. 3000 km norðaustan Sidney í Ástralíu og 640 km austan Fijieyja.  Eyjaklasinn nær yfir 169 eyjar. Varanleg búseta á 36 þeirra.  Þetta eru tvær keðjur eyja á 800 km löngu belti frá norðri til suðurs.  Heildarflatarmál þeirra er 750 km² og þær skiptast í þrjá meginklasa, Vava’u (nyrzt), Ha’apai (miðsvæðis) og Tangatapu (syðst) auk nokkurra afskekktra eyja allranyrzt og syðst.  Höfuðborgin er Nuku’alofa á stærstu eyjunni, Tongatapu, sem er 256 km² að flatarmáli.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 100 þúsund.

Eyjarnar í eystri keðjunni eru kóraleyjar og lægri en hinar vestari, sem eru eldfjallaeyjar á hinum svonefnda „Eldhring Kyrrahafsins”.  Fjöldi eldfjalla neðansjávar er talinn vera 36 í grennd við vestari eyjakeðjuna.  Kóralrif eru algeng um allan eyjaklasann.  Fjórar hinna vestari eyja eru eldvirkar.  Jarðvegurinn á kóral- eða kalkeyjunum er blandaður eldfjallaösku og er frjósamur.  Loftslagið er hlýtt og úrkoma mikil.  Fellibyljir eiga til að fara um þessar slóðir milli desember og apríl, einkum norðantil.  Gróður er mikill og margar tegundir hitabeltisplantna hafa verið fluttar til eyjanna.

Mánudaginn 16. marz 2009 hófst neðansjávareldgos í eyjaklasanum.  Það er ekki talið hættulegt íbúum eyjanna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM