Korsíka Frakkland,
France Flag


KORSIKA
FRAKKLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Korsíka er frönsk eyja í Miđjarđarhafi.  Bonifacio-sund er á milli Korsíku og ítölsku eyjarinnar Sardiníu í suđri.  Helztu borgir og bćir Korsiku eru:  Ajaccio, Bastia, Sartene, Corte, Calvi, Bonifacio, L’Ile-Rousse og Porto-Vecchio.  Eyjan skiptist í tvö héruđ, Haute-Corse og Corse-du-Sud.  Áriđ 1990 var íbúafjöldinn 249.737.

Flatarmál eyjarinnar er 8.680 ferkílómetrar.  Innlandiđ er fjöllótt og hćsti tindur heitir Mount Cinto (2.710m).  Strandlengjan er ađ mestu klettótt og ögrum skorin vestantil en austanvert er Aleria-strandsléttan ţakin lónum og mýrum.  Margar stuttar og straumţungar ár og lćkir streyma niđur úr fjöllunum.  Stćrstar ţeirra eru Golo og Tavignano.

Efnahagslífiđ.  Landbúnađurinn byggist á rćktun vínberja, hveitis, ólífna, grćnmetis og sítrusávaxta.  Sauđfé og geitur eru ađalhúsdýrin og nokkuđ er um ostaframleiđslu.  Skóglendi eyjarinnar, sem eru farin ađ láta verulega á sjá, standa undir framleiđslu timburs og korks (kastaníu).  Ţá má nefna fiskveiđar og vinnslu, víngerđ, antimony- og asbestvinnslu, granít- og marmaranámur og framleiđslu tannínsýru.

Ţótt Korsíka sé frönsk hafa tengsl veriđ sterk viđ Ítalíu.  Líkt og á Sikiley og í öđrum hlutum Ítalíu, tíđkuđust hefndamorđ (vendetta; heiđursmorđ) milli fjöldkyldna eđa klíkna.  Blóđugar hefndir eru sem betur fer nćstum úr sögunni.  Ţeirra gćtir ađeins á afskekktustu útnárum.

Sagan.  Jónahafs-Grikkir settust ađ á Korsíku eftir áriđ 550 f.Kr.  Rómverjar náđu eyjunni undir sig áriđ 259 f.Kr. í fyrsta púnverska stríđinu.  Eftir fall Vestur-rómverska keisaraveldisins áriđ 476, var Korsíka undir stjórn vandala um hríđ og varđ síđan hluti af Býsans og langbarđaveldinu.  Á öldunum 850-1034 réđu márar eyjunni.  Seint á 11. öld eignađist Vatikaniđ eyjuna og Gregoríus VII, páfi, sendi landstjórn frá Pisa til Korsíku.  Áriđ 1132 tókst Genúamönnum ađ fá Innosentíus II, páfa, til ađ deila yfirráđunum milli ţeirra og Pisamanna, sem voru viđskiptalegir keppinautar, og tókst svo ađ ná algerum yfirráđum eyjarinnar áriđ 1312.  Genúamenn stjórnuđu Korsíku fram á 18. öld nema á tímabilinu 1458-1558, ţegar Frakkar höfđu yfirráđin.  Á 18. öld var gerđur fjöldi uppreisna gegn Genúastjórninni og korsíski ţjóđernissinninn Pasquale Paoli komst í sviđsljósiđ.  Ţessi óöld leiddi til afskipta annarra Evrópuţjóđa, einkum Englendinga og Frakka.  Genúamenn létu Frökkum eyjuna eftir áriđ 1768.  Ein afleiđing ţess var fćđing Napóleons Bonaparte í Ajaccio áriđ eftir sem fransks ríkisborgara.  Í frönsku stjórnarbyltingunni og í Napóleonsstyrjöldunum náđu Bretar eyjunni undir sig um hríđ.

Í síđari heimsstyrjöldinni hersátu Ţjóđverjar og Ítalar eyjuna en eyjaskeggjar gerđu uppreisn gegn ţeim og Korsíka var frelsuđ úr klóm ţeirra seint á árinu 1943.  Áriđ 1958 náđu hćgri sinnađir byltingarmenn, sem studdu byltingu nýlendumanna í Alsír, undir sig.  Hernámiđ greiddi leiđ Charles de Gaulle til valda sem forsćtisráđherra og síđar til forsetaembćttisins.  Ţjóđernissamtök, sem berjast fyrir frelsi Korsíku hafa veriđ virk síđan á áttunda áratugnum.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM