Loire Frakkland,
France Flag


LOIRE
FRAKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loire e lengsta á Frakklands, 1020 km.  Hún kemur upp í Gerbier de Jonc í Vivarais.  Nafn árinnar er fasttengt hinum mörgu kastölum, sem gera dalinn enn ţá meira ađlađandi og eitt fjölsóttasta ferđamannasvćđi landsins.  Ađeins stuttur spölur frá ósum er skipgengur vegna mismunandi vatnsmagns í ánni.  Flóđ voru tiltölulega tíđ, en stíflur og vatnsmiđlanir hafa dregiđ verulega úr ţeim.  Loire rennur um fjórar sýslur.  Framburđur árinnar er frjósamur, m.a. eru rćktađir ávextir, vínviđur og grćnmeti.

Ađalborgirnar viđ Loire eru Orléans, Blois, Tours og Angers auk Nantes á Bretagne, allar iđnađarborgir.

Ađalţverár Loire eru Cher, Indre,Vienne og Loir.  Landslag međfram ţveránum er svipađ Loiredalnum.

Kastalarnir eru frá mismunandi tímum.  Frá miđöldum eru m.a. kastalar í Angers, Chinon, Langeais, Loches og Sully.  Hinir fegurstu og frćgustu voru byggđir í endurreisnarstíl, s.s. í Ambois, Azay-le-Rideau, Blois, Chambord, Chaumont, Chenonceaux, Ussé og Villandry.  Ađrir voru byggđir í nýklassískum stíl á 17. og 18. öld, s.s. í Cheverny og Valencay.  Hvergi finnast jafnmargir glćsikastalar á jafnlitlu svćđi.

Rómverjar náđu fótfestu í Loiredalnum. 
Fyrsta andspyrnan gegn herjum Sesars kom fram í dalnum.  Kristni var međtekin á 3. öld og heilagur Martin bođađi guđspjöllin.  Hann dó áriđ 397 og var grafinn í Tours.  Nćstu aldirnar réđust húnar, sarasenar og víkingar upp dalinn međ ránum og gripdeildum.

Amboise.  Bezta yfirsýn yfir bćinn er af hćgri bakka Loire eđa af brúnni.  **Kastalinn er einn hinn fegursti í Frakklandi (1492).  Fyrst var hann virki en síđan var honum breytt í konungsbústađ (Karl VIII).  Hluti hans var rifinn eftir stjórnarbyltinguna 1789 vegna mikils viđhaldskostnađar.  Leonardo da Vinci dvaldi í Amboise ađ ósk Frans I og dó ţar (safn).  Hann liggur grafinn í kastalakirkjunni ađ eigin ósk.  Mörg húsa Amboise eru frá 15., 16. og 18. öld.  Á eyjunni Ile St-Jean er gott tjaldstćđi.  Á dögum Lúđvíks 14. var kastalinn notađur sem fangelsi.  Á bökkum Loire er fallegur nútímagosbrunnur (Max Ernst; 1968).  Rétt utan viđ bćinn er óđaliđ Le-Clos-Lucé, ţar sem da Vinci bjó og dó 1519.

Avoine-Chinon er 11 km norđvestan Chinon.  Fyrsta franska kjarnorkuveriđ (nú lokađ; safn).

Angers, höfuđstađur í Maine-et-Loire-sýslu (Pay de la Loire hérađ) í 20 m hćđ međ 143.000 íbúa.  Borgin er biskupssetur og var fyrrum höfuđborg Anjouhérađs.  Hún er á báđum bökkum árinnar Maine, 8 km frá mótum Loire og oft kölluđ blómaborgin.  Ţar er mikil og vaxandi vínverzlun.

Gallar byggđu Angers upprunalega. Hún hét Juniomagnus á rómverskum tímum.  Ţegar hún var höfuđborg Anjouhérađs settist Plantagenetćttin ţar ađ á miđöldum og ţannig komst hún í undir veldi Breta á 12. öld.  Hún var um tíma undir veldi Napóleons.  Pólska útlagastjórnin var stofnuđ í Angers áriđ 1940.  St. Maurice dómkirkjan frá 12.-13.öld er í gotneskum stíl.  Hún er 90 m löng og 26 m há.  Í henni eru fallegir gluggar frá 12., 13. og 15. öld og glitvefnađur.  *Kastalinn frá 13. öld stendur á 32 m háum kletti yfir maine.  Í honum eru 17 hringturnar, 40-60 m háir.  Gott útsýni.  Virkisgröf.  170 m langur glerskáli međ glitofnu teppi á vegg, opinberunarveggfóđriđ, 70 m langt frá 1375-80 (N. Bataille frá París óf ţađ eftir smámunstrum).

Azay-le-Rideau.  Íbúafjöldi 2.700.  Skrautlegur og heillandi kastali frá 1518-29 í endurreisnarstíl, ađ hluta umgirtur virkisgröf.  Kastalann byggđi fjármálamađur, sem varđ ađ flýja land og dó í útlegđ.  Kastalinn er nú í ríkiseign og opinn almenningi.  Kirkjan St. Symphorien er ađ hluta rómönsk.

Blois.  Íbúar 50.000.  Markađur blómlegs landbúnađarhérađs.  **Kastalinn var upphaflega virki til varnar brúnni.  Hann var byggđur á 13. til 17. öld og var ađ vissu leyti fyrirrennari Versala og var uppáhaldsbústađur Lúđvíks 7. og Frans I á 16. öld.  Á dögum Hinriks 3. var keppinautur hans, Henry hertogi af Guise, myrtur í kastalanum og átta mánuđum síđar hlaut konungur sömu örlög.  Lúđvík VIII gerđi móđur sína útlćga til Blois (María af Medici).  Frans I lét reisa stigaturninn.

Denis papin, sem fann upp gufuvélina, fćddist í Blois áriđ 1648 (minnismerki).

**Chambord er annar fyrirrennari Versala og stćrstur kastalanna í Loiredalnum, 117 m x 156 m međ 440 herbergjum.  Hann var byggđur fyrir Frans I frá 1519 og síđar án tillits til kosnađar.  Flestir kóngar dvöldu í Chambord og Moliére skrifađi mörg leikrita sinna ţar.  Húsgögn og innréttingar fóru forgörđum í stjórnarbyltingunni 1789.  Kastalinn hefur veriđ ríkiseign síđan 1930.  Garđur hans er u.ţ.b. 5.500 ha og 80% hans er skógur.  Veggurinn umhverfis hann er 32 km langur.

Chaumont-sur-Loire.  Kastalinn var byggđur 1465-1510, ţar sem áđur stóđ víggirtur kastali.  Í garđi er sedrusviđur.  Fagur glitvefnađur inni í kastalanum.  Hesthúsin eru skođunarverđ (alger lúxus).  Útsýni er gott yfir dalinn frá kastalanum.

**Chenonceaux er kastali, sem allir verđa ađ sjá.  Hann var byggđur yfir ána Cher í kringum 1520 af Thomas Bohier, féhirđi ţriggja konunga.  Hann er í einkaeign en opin gestum.  Gengiđ er um hlynviđargöng og yfir fellibrú ađ kastalanum, sem er ferhyrndur međ fjórum horn-turnum úti í ánni.  Glitvefnađur inni.  Báđum megin kastalans eru garđar, skipulagđir af Diane de Poitiers og Chatherine af Medici.

*Chevernykastali var byggđur í klassískum stíl 17. aldar međ upprunalegum skreytingum.  Hann er í einkaeign.  Í honum er veiđisafn međ 2000 hjartarhausum og stórum hundabyrgjum.

Chinon.  Íbúafjöldi 8800.  Miđaldirnar koma á móti manni í gamla bćnum og kastalanum.  Ríkharđur ljónshjarta var ţar og Jóhanna af Örk beiđ áheyrnar hjá konungi í kránni viđ ađaltorgiđ í gamla bćnum.  Kletturinn, sem kalstalinn stendur á, var vígi á rómverskum tíma.  Safn um Jóhönnu af Örk.

Loches.  Íbúafjöldi 7.000.  Miđaldabćrinn er á bökkum Indre.  **Kastalinn er frá 13. - 15. öld.  Kirkjan, St. Ours, međ rómönsku anddyri er frá 12. öld.  *Ráđhúsiđ er frá 16. öld.

Saumur.  Íbúafjöldi 36.000.  Einn athyglisverđasti kastalinn frá 14. öld.

St-Benoît-sur-Loire.  *Rómönsk kirkja (1026-1218), einhver hin fegursta í Frakklandi.

Tours er í 55 m hćđ yfir sjó međ 138.000 íbúa.  Hún er höfuđborg Touraine og Endre-et-Loire hérađs viđ ána Loire.  Iđnađur og verzlun međ landbúnađarvörur.  Borgin er ţekkt frá 4. öld, sem borg heilags Martins.  Hann var tekinn í dýrlingatölu og Tours varđ pílagrímastađur líkt og Lourdes.  Víkingar rupluđu í Tours og brenndu m.a. kirkju dýrlingsins auk 28 annarra.  Silkivefnađur á 15. og 16. öld fćrđi velmegun.  Ţá voru ţar 8000 vefstólar, 20.000 vefarar og 40.000 ađstođarmenn eđa ž hluti íbúanna.  Tours varđ ađalmiđstöđ mótmćlenda og ţar af leiđandi blóđvöllur 10 árum fyrir Bartolomeusarmessuvígin í París.  Ţetta olli efnahagslegri hnignun og áriđ 1801 var íbúafjöldinn 20.000.  Síđan hefur Tour rétt úr kútnum, einkum eftir lagningu járnbrautarinnar á 19. öld.

Ussé.  Rómantískasti og ćvintýralegasti kastalinn viđ Loire er sagđur hafa gefiđ rithöfundinum Charles Perrault (17.öld) hugmyndina ađ ćvintýrinu um Ţyrnirós.  Hann sést bezt frá brúnni og er í einkaeign.  Hann var byggđur á 15. - 17. öld.  Blanda af síđgotneskum- og endurreisnarstíl.  Í garđi er kapella (1520-28) í endurreisnarstíl.


.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM