Frakkland sagan III,
France Flag


FRAKKLAND
SAGAN III

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

1801

 

Friðarsamningar milli Frakka og Austuríkismanna í Lunéville.  Vesturbakki  

 

 

Rínar undir frönskum yfirráðum.  Frakkland viðurkenndi smálýðveldin.

 

 

 

 

1802

 

Við friðarsamninga milli Breta og Frakka í Amiens létu Bretar flest erlend

 

 

landsvæði af hendi nema Ceylon og Trinidad og Frakkar yfirgáfu Egyptaland. 

 

 

Napóleon kosinn til lífstíðar sem konsúll.

 

 

 

 

1803-15

 

Napóleonstyrjaldirnar.

 

 

 

 

1803

 

Ríkisþing keisaradæmisins í Regensburg undir miklum áhrifum frá Naoóleon. 

 

 

Hið rómverska þýzka ríki viðurkennt.

 

 

 

 

1804

 

var Napóleon krýndur keisari Frakklands.  Stjórnsýslulög skráð
(Code Napoléon).

 

 

 

 

1805

 

krýndi Napóleon sig sjálfan sem konung Ítalíu í Mílanó.  Orrustan við Trafalgar,  

 

 

þar sem Nelson gjörsigraði franska flotann.  Napóleon vann stóran sigur

 

 

gegn Austurríki og Rússum við Austerlitz.

 

 

 

 

1806

 

var stofnað ríkjasamband við Rín undir vernd Napóleons.  Napóleon  

 

 

sigraði í orrustunum gegn Rússum við Jena og Auerstedt.  Í Berlín lýsti hann yfir
hafnbanni á Bretlandi.

 

 

 

 

1807

 

Rússar töpuðu í orrustu við Friedland.  Konungsríkið Vestfalía stofnað.   

 

 

Bróðir Napóleons,Jérôme, konungur og stórhertogadæmið Varsjá stofnað.

 

 

 

 

Frá 1808

 

Uppreisnir gegn hersetu Frakka á Spáni.

 

 

 

 

1809

 

Uppreisnir í Austurríki.  Andreas Hofer leiddi uppreisnir gegn Frökkum og
Bæjurum í Tíról.

 

 

 

 

1810

 

kvæntist Napóleon Marie Louise, dóttur austurríska keisarans.

 

 

 

 

1812

 

snérist herferð Napóleons til Rússlands í ófarir vegna þess, að veturinn

 

 

byrjaði snemma og Rússar brenndu Moskvu.

 

 

 

 

1813-15

 

snérust margar Evrópuþjóðir gegn Napóleoni og hann var sigraður við
Leipzig (1813).

 

 

 

 

1814

 

Bandamenn komu til Parísar.  Napóleon sagði af sér.  Hann var sendur til Elbu. 

 

 

Bourbonakonungurinn Lúðvík XVII tók við völdum.  Friðarsamningar í París. 

 

 

Landamæri Frakklands ákveðin.

 

 

 

 

1815

 

snéri Napóleon aftur í 100 daga.  Eftir mikinn ósigur við Waterloo var hann

 

 

gerður útlægur til St. Helenu í Suður-Atlantshafi, þar sem hann dó 1821. 

 

 

Í friðarsamningum í París var ákveðið, að Frakkland fengi sömu landamæri
og 1790.

 

 

 

 

1815-1914

Frá endurreistn franska ríkisins til fyrri heimsstyrjaldarinnar. 

 

 

Saga Frakklands á 19. öld byggðist mest á áhrifum stjórnarbyltingarinnar 1789
og iðnbyltingunni. 

 

 

Byltingarnar 1830 og 1848 ollu miklum breytingum á stjórnmálasviði Evrópu. 

 

 

Frakkar tóku æ virkari þátt í   stefnu í heims- og nýlendumálum stórvelda Evrópu.

 

 

 

 

1814

 

birti Lúðvík XVII nýja stjórnarskrá.

 

 

 

 

1815

 

voru jakobínar og fylgjendur Bonapartes ofsóttir.

 

 

 

 

1825

 

fengu brottfluttir Frakkar bætur.  Louis Braille fann upp blindraletrið.

 

 

 

 

1830

 

var ritfrelsi dagblaða afnumið og kosningalögum var breytt.  Þetta leiddi til
Júlíuppreisnarinnar

 

 

og afsagnar Karls X.  Hinn frjálslyndi hertogi af Orléans var lýstur konungur.

 

 

 

 

1830-47

 

varð Alsír að frönsku yfirráðasvæði.

 

 

 

 

1843-48

 

bjó Karl Marx í París.

 

 

 

 

1848

 

Febrúaruppreisnin í París gegn borgaraveldinu og eignaskilyrðum
kosningalaganna.

 

 

Louis Philippe sagði af sér og Frakkland varð lýðveldi.  Fyrstu almennu
kosningar til

 

 

þings í apríl.  Afnám atvinnubótavinnu olli uppreisn í París, sem var bæld niður
með

 

 

harðri hendi.  Louis-Napoléon prins, frændi Napóleons I var kjörinn forseti
lýðveldisins.

 

 

 

 

1851

 

gerði Louis-Napoléon hallarbyltingu og var kjörinn forseti til 10 ára í alm.
kosningum.

 

 

 

 

1852

 

Að loknum öðrum alm. kosningum gerðist Louis-Napoléon keisari undir
nafninu

 

 

Napóleon III.  Með stuðningi hersins og kirkjunnar stefndi hann að stofnun
ríkisfyrirtækja

 

 

til að skapa atvinnu.  Hann studdi þjóðernissamtök í Þýskalandi, Ítalíu og á
Balkanskaga.

 

 

 

 

1854-56

 

tóku Frakkar þátt í Krímstríðinu gegn Rússum.

 

 

 

 

1859

 

geisaði stríð milli Frakka og Sardíníu annars vegar og Austurríkismanna hins
vegar.

 

 

Napóleon fékk Nizza og Savoy (1860) og Sardínía fékk Lombardy.

 

 

 

 

1859-67

 

juku Frakkar landvinninga sína í Suðaustur-Asíu.

 

 

 

 

1859-69

 

studdu Frakkar gerð Súesskurðar undir stjórn de Lesseps.

 

 

 

 

1861-67

 

stofnuðu Frakkar keisaradæmið Mexíkó fyrir Maximilian af Habsburg.  Það hrundi

 

 

fljótlega vegna andstöðu Bandaríkjamanna.

 

 

 

 

1870-71

 

Fransk-prússneska stríðið.  Napóleon handtekinn eftir ósigurinn við Sedan og

 

 

nýtt  lýðveldi var stofnað í París 4. september.

 

 

 

 

1870-1940

Þriðja lýðveldið.  Thiers, sem var forsætisráðherra á valdatíma Louis-Philippe

 

 

varð  forseti til ársins 1873.

 

 

 

 

1871

 

gerðu sósíalistar og kommúnistar uppreisn (marz-maí), sem MacMahon bældi
niður.

 

 

Í Franfurtsamningunum fengu Þjóðverjar Elsass og Lótringen.  Fjandskapur milli
ríkjanna

 

 

jóks.

 

 

 

 

 

1879

 

Sósíalíski verkamannaflokkurinn var stofnaður (Guesde og Lafargue).

 

 

 

 

Eftir 1879

 

juku Frakkar landvinninga erlendis og stofnuðu nýlendur í Mið-Afríku (1879-94),
Túnis

 

 

(1881), Indó-Kína (1887) og Madagascar (1896).

 

 

 

 

1889

 

Heimssýningin í París (Effelturninn)

 

 

 

 

1892-93

 

Panamahneykslið.  Fyrirtæki de Lesseps fór á hausinn.

 

 

 

 

1892

 

Hernaðarbandalag Frakka og Rússa.

 

 

 

 

1894

 

fann Lumiére upp fyrstu kvikmyndavélina.

 

 

 

 

1895

 

Stofnun fyrsta verkalýðsfélagsins.

 

 

 

 

1896-1906

Dreyfusmálið.  Gyðingurinn og höfuðsmaðurinn Dreyfus var dæmdur á fölskum

 

 

forsendum og látinn dúsa í fangelsi til 1906.

 

 

 

 

1898-99

 

Fashodaáreksturinn.  Frakkar og Bretar lentu í átökum í Súdan.  Frakkar urðu að

 

 

hætta við áform sín um stækkun nýlendna til Efri-Nílar.

 

 

 

 

1902

 

Leynisamningur við Ítala vegna Trípólí.

 

 

 

 

1904

 

Vináttusamningur milli Frakka og Breta.  Viðurkenning á yfirráðum Breta í Egyptalandi

 

 

og Frakka í Marokkó.

 

 

 

 

1905

 

voru samþykkt lög um aðskilnað ríkis og kirkju.

 

 

 

 

1905-06

 

Fyrstu óeirðir í Marokkó.  Þjóðverjar mótmæltu franskri íhlutun þar.

 

 

 

 

1909

 

varð Blériot fyrstur til að fljúga yfir Ermasund.

 

 

 

 

1911

 

Óeirðir í Marokkó.  Þjóðverjar viðurkenna franska verndarsvæðið gegn bótum í
Kamerún.

 

 

 

 

1912

 

Rússar og Frakkar gerðu með sér samning varðandi sjóheri landanna.

 

 

 

 

Frakkland var vígvöllur í báðum heimsstyrjöldunum.  Eftir Versalasamningana varð landið
aftur
stórveldi í Evrópu.  Skortur á öryggi og friðsamlegri stefnu kom í veg fyrir að þeir yrðu
endurnýjaðir.

Síðari heimsstyrjöldin breytti valdastöðunni í Evrópu.  Bandaríkin og Sovétríkin urðu mest
stórveldanna.

Það olli þeirri stefnu Frakka, sem þeir hafa fylgt æ síðan, að efla stöðu landsins í Evrópu og

viðurkenna ekki leiðtogahlutverk Bandaríkjanna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM