Verdun Frakkland,
France Flag


VERDUN
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Verdun er í 199 m hćđ yfir sjó.  Ţessi kastalaborg hefur tvisvar rist rúnir sínar á spjöld sögunnar.  Fyrst áriđ 843, ţegar samningur um skiptingu franska konungsríkisins var undirritađur ţar.  Í annađ skiptiđ, ţegar hún var vettvangur blóđugra átaka, sem kostuđu rúmlega hálfa milljón mannslífa áriđ 1916.  Borgin er upplagđur dvalarstađur ţeirra, sem vilja skođa orrustuvellina en Verdun hefur veriđ lýst miđstöđ friđar í heiminum.  Rómverski bćrinn, sem ţarna stóđ fyrrum, hét Virodunum.  Hann varđ biskupssetur á 3. öld.  Samkvćmt Verdun-samningnum frá 843 var ríki Karlamagnúsar skipt í ţrennt, Frakkland, Ţýzkaland og Lótringen.  Fyrst varđ Verdun hluti af Lótringen, svo varđ bćrinn hluti af Austur-franska konungsríkinu áriđ 870 og loks sjálfstćđ keisaraborg í Hinu heilaga rómverska ríki undir nafninu Virten. 

Áriđ 1552 hernam Henry II af Frakklandi bćinn og 1848 var hann endanlega inn-limađur í Frakkland.  Ţá voru varnir bćjarins byggđar (Vauban).  Í fyrri heimsstyrjöldinni var bćrinn á fremstu víglínu Frakka og milli 21. febrúar og 12. júlí 1916 stóđ hann af sér allar árásir Ţjóđverja.  Tala látinna í ţessum darrađardansi er talin vera milli 500.000 og 800.000 og nafniđ Verdun lifir í minningunni sem tákn um tilgangslausa slátrun.

Skođunarstađir
Viđ Rue Mazel, í miđbćnum, er stórt sigurminnismerki frá 1929.  Í hvelfingu ţess er bók međ nöfnum allra, sem tóku ţátt í bardögunum 1916.

Fallegasta bygging Verdun er dómkirkjan 'Notre-Dame' í rómverskum stíl Rínarlandanna međ fallegri grafhvelfingu.  Síđgotneskt klaustur frá 16. öld.  Í norđurhlutanum er Ljónahliđiđ frá 12. öld.  Ofan viđ dómkirkjuna er kastalinn međ fjölda herbergja og ganga höggnum í bergiđ.

Í norđurhluta bćjarins, fyrir framan St-Paul-hliđiđ, er stytta eftir Rodin, sem táknar 'Vörn Verdun'.  Á Quai de la Républigue er stríđsminnismerki og á bakkanum hinum megin Meuse (Mósel) er Porte Chaussée frá 14. öld međ tveimur kringlóttum turnum.

Vígvellir fyrri heimsstyrjaldarinnar eru á báđum bökkum Mósel.  Fort de Vaus, Fort de Souville (minnismerki um André Maginot, sem Maginotvíglínan var skírđ eftir; safn), Ossuaire de Douaumont (jarđneskar leifar óţekktra hermanna), fort de Douaumont og Tranchée des Baďonnettes (víggröfin, sem fjöldi landgönguliđa var grafinn í lifandi).  Á vinstri bakkanum eru Dauđsmannshćđ (Mort-Homme), Hćđ 304 (Côte 304) og Butte de Montfaucon, sem mikiđ var barizt á.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM