Aţena Grikkland,
Greece Flag


AŢENA
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Aţena, höfuđborg Grikkland og stćrst borga ţar í landi, er á Attíkusléttunni í Suđaustur-Grikklandi.  Hún er fjöllum girt á ţrjá vegu (Pámis, Pendéli og Hymettus).  Tvćr smáár renna um borgina, Kifisós um vesturhlutann og Illisós um austurhlutann.  Höfn borgarinnar, Pireus, er 8 km suđaustan hennar viđ Sarónflóa (inn úr Eyjahafi).

Mestur hluti iđnađar landsins er stundađur í og umhverfis Aţenu (vefnađarvörur, áfengi, sápa, hveiti, efnaiđnađur, pappírsvörur, leđur og leirmunir).  Útgáfu- og fjármálastarfsemi og ferđaţjónusta eru mikilvćgar atvinnugreinar.  Aţena er einnig ađalmistöđ samgangna í landinu.


Stjórnarskrártorg
er í miđri nútímaborginni.  Ţar og í nćsta nágrenni eru ţinghúsiđ og nokkur söfn.  Fortíđarminjar standa enn ţá víđa í borginni, ţótt mestur hluti hennar hafi byggzt eftir miđja 19. öldina.  Frćgasta fornminjasvćđiđ er Akropólishćđin međ rústum Parţenon og annarra bygginga frá 5. öld f.Kr.

Međal ćđri menntastofnana borgarinnar eru Capodistri-ţjóđarháskóli Aţenu (1837), Borgartćkniháskólinn (1836), listaháskóli, viđskiptaháskóli og landbúnađarháskóli.  Borgin státar af fjölda safna, s.s. Ţjóđminjasafninu, Býzanska safninu, Akropólissafninu og Banakisafninu.

Sagan
Akropólishćđin var byggđ allt frá steinöld.  Hćđin var víggirt í líkingu viđ Mýkenu, Tírýnu ađra bronsaldarkastala og ţar stóđu önnur mannvirki allt frá 14. öld f.Kr. Á ţessum tímum og hinum dimmu öldum (1200-900 f.Kr.) af völdum dórísku innrásanna var Aţena eitt margra borgríkja á Attíkaskaganum.

Um miđja 9. öld f.Kr. var nćsta nágrenni (ţ.m.t. Píreus) innlimađ í borgríkiđ.  Ţegar ađallinn náđi undirtökunum frá konungunum, naut almenningur lítilla réttinda.  Öldungaráđiđ (Areopagus) stjórnađi ríkinu og skipađi ţrjá (síđar 9) dómstjóra (archon), sem voru ábyrgir fyrir stríđsrekstri, trúarbrögđum og lagasetningu.  Óánćgja međ ţetta kerfi leiddi til misheppnađrar tilraunar Cylons (632 f.Kr.) til stofnunar einveldis.  Ólga og óeirđir leiddu til strangrar lagasetningar (Draco) áriđ 621 f.Kr.  Ţessi lög beindust ađeins ađ lausn félagslegrar og efnahagslegrar kreppu og urđu til ţess, ađ Sólon var gerđur ađ dómstjóra áriđ 594 f.Kr.  Hann stofnađi stjórnarráđ (boule), ţing (ekklesia) og dómstóla.  Hann hvatti einnig til viđskipta, endurskipulagđi gjaldmiđilinn og opnađi ríkiđ fyrir erlendum kaupmönnum.  Umbćtur hans voru samt sem áđur ekki nćgar.

Áriđ 560 f.Kr. náđi harđstjórinn Pisistratus völdum fyrir tilstuđlan ađalsins.  Hann lét stćkka stjórnarráđshúsiđ á markađstorginu (agora) og lét reisa nýtt Aţenuhof (verndargyđja borgarinnar) á Akropólishćđ.  Hann stóđ líka fyrir ýmsum hátíđarhöldum, s.s. Aţenuhátíđunum, sem voru haldnar á fjögurra ára fresti.  Harđstjórinn og sonur hans byggđu upp margs konar samfélagsţjónustu á árunum 560-510 f.Kr.  Áriđ 509 f.Kr. stóđ Kleisţenes fyrir lýđrćđislegri byltingu og endurskipulagđi valdakerfi ríkisins ţannig, ađ hann sótti stuđning til ţegnanna í borginni sjálfri og Píreus.  Hiđ nýja, lýđrćđislega ţing kom saman á Pnyx-hćđinni neđan Akropólis.

Klassíski tíminn Áriđ 480 f.Kr. lögđu Persar borgina nćstum í rústir.  Aţenski leiđtoginn Ţemistokles, sem sigrađi Persa viđ Salamis, hóf endurreisnarstarfiđ og lét reisa múra umhverfis borgina og Píreus.  Perikles hélt ţessu verki áfram í kringum 450 f.Kr. og tókst umfram ađra lýđrćđislega leiđtoga ađ gera Aţenu ađ merkilegri borg.  Almannafé var notađ til byggingar Parţenon (hofs Nike), Erekţeum og annarra mikilla minnismerkja.  Hann ţróađi markađinn ţannig ađ ć meira var flutt inn af erlendum vörum.  Á ţessum tíma var Aţena orđin valdamest í samtökum grískra borgríkja og dćmdi í málum ţeirra allra.  Menningarlíf borgarinnar blómstrađi, miklir harm- og gleđileikir voru fluttir í Dionýsusarleikhúsinu neđan Akropólishćđar og Perikles safnađi í kringum sig mestu mannvitsbrekkum síns tíma.  Lýđrćđisleg stjórnarskrá og blómstrandi mannlíf Aţenu gerđu borgina ađ fyrirmynd annarra borgríkja.  Ţegar hagur hennar var sem mestur, bjuggu e.t.v 200 ţúsund manns innan borgríkisins, 50.000 fullgildir karlkyns borgarar en hinir konur, útlendingar og ţrćlar, sem nutu ekki sömu réttinda.

Hnignun borgarinnar hófst eftir ađ Spartverjar sigruđu Aţeninga í Pelopóníska stríđinu (431-404 f.Kr.).  Sókrates var neyddur til sjálfsmorđs, ţegar hann setti út á hefđbundna hugmyndafrćđi og svartsýni ríkti.  Engu ađ síđur hélt heimspekin velli og dafnađi.  Á 4. öld f.Kr. stofnuđu Plató og Aristóteles heimspekiskóla sína.  Demosţenes, Isokrates og fleiri gerđu rćđumennsku ađ listgrein.

Erlend yfirráđ
. 
Makedóníumenn lögđu Aţenu undir sig áriđ 338 f.Kr. en hún hélt velli sem mikilvćg menningarmiđstöđ.  Áriđ 146 f.Kr. náđu Rómverjar undirtökunum og héldu góđur sambandi viđ borgarbúa nćstu 60 árin.  Áriđ 86 f.Kr. lögđu ţeir borgina í rústir og eyđilögđu mörg óbćtanleg minnismerki hennar.  Ţetta dugđi ţó ekki til ađ lama borgina, sem hélt menningarlegri stöđu sinni sem lćrdómssetur fyrir gríska og rómverska hugsuđi frá 1. öld f.Kr. til síđari hluta fornaldar.  Á ţriđju öld e.Kr. tókst Aţeningum ađ verjast árásum gota, sem ollu engu ađ síđur talsverđu tjóni í borginni.  Áriđ 529 lokađi Justinius keisari, sem var kristinn, öllum heiđnum heimspekiskólum og ţar međ lauk ađ mestu klassískri sögu borgarinnar.

Á býzönskum tíma var Aţena aftarlega á merinni í menningarmálum.  Fjöldi listaverka borgarinnar var fluttur til Konstantínópel og hofunum var breytt í kirkjur.  Keisarar Býzans komu stundum í heimsókn en ađ öđru leyti var borgin afskipt og fátćk.  Eftir ađ krossfararnir lögđu Konstantínópel undir sig áriđ 1204 varđ Aţena ađ frönsku yfirráđasvćđi.  Katalóníumenn tóku viđ völdum í borginni áriđ 1311 en á 14. öld urđu ţeir ađ víkja fyrir Flórens.

Áriđ 1458 náđu Ottómanar (Tyrkir) yfirráđunum.  Ţá var Panţenon breytt í mosku.  Tyrkir létu Grikki halda völdum í borginni, sem var byggđ Grikkjum, Tyrkjum og slövum á ţessum tíma.  Áriđ 1687 varđ Panţenon fyrir miklum skemmdum, ţegar fallbyssuskothríđ Feneyinga kveikti í byssupúđri, sem var geymt ţar innandyra.

Nútíminn.  Grikkir frelsuđu borgina úr höndum Tyrkja í sjálfstćđisstríđinu (1821-33) og gerđu hana ađ höfuđborg sinni.  Hún var ađ mestu endurbyggđ (1832-62) á valdatíma Ottós I međ ađstođ ţýzkra arkitekta (Edvard Schaubert o.fl.).  Áđur en borgin komst í tölu ađalviđskipta- og iđnađarborga Evrópu á 20. öldinni var ferđaţjónustan mikilvćgasta atvinnugreinin.  Nú á tímum glímir stórn borgarinnar viđ hefđbundin stórborgarvandamál, útţenslu og mengun.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1991 var rúmlega 3 miljónir.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM