Áthos heilaga fjalliđ Grikkland,
Greece Flag


ÁTHOS
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

 

Hiđ heilaga fjall Áthos er sjálfstjórnarsvćđi í Grikklandi.  Ţađ hefur veriđ miđstöđ rétttrúarmunka í rúmlega 1000 ár á austurhluta Chalkdikeskagans.  Annars vegar undurfagurs landslags skagans er Áthosflói og hins vegar Eyjahafiđ.  Ţessu munkafríríki  hefur veriđ lýst á margan hátt, s.s. í bókunum  „Dómkirkja anatólískrar kristni”,  „Garđur hinnar allrahelgustu Maríu” og „Brot af Byzans okkar tíma”.  Klaustrin eru á víđ og dreif í fjalllendinu, bćđi fjölbýli og einsetubústađir.

Fyrst settust einsetumenn ađ á ţessum 45 km langa og 5 km breiđa skaga međ 2033 m háu Áthosfjallinu yzt.  Athanásios frá Trapezunt stofnađi fyrsta og stćrsta klaustriđ, Megísti Lárva, áriđ 963 međ stuđningi Nikiphóros Phokás, Byzanskeisara.  Síđan var hvert klaustiđ af öđru stofnađ í tengslum viđ stjórnarskrá (Typikon) Joánnes Tsimiskis keisara (969-976).  Klausturlífiđ byggđist á félagskap munkanna (Koinóbion, ngr. Kinóvion), sameiginlegum bćnum og máltíđum undir forystu ábóta, sem var valinn til lífstíđar.  Hin leyndardómsfulla Hesychasmushreyfin (hesychía = ró) olli breytingum á líferni munkanna á 14. öld.  Nýja hugmyndafrćđin gaf munkunum meira frelsi til ađ lifa lífinu eftir eigin höfđi og ráđa sínum eigin meinlćtalifnađi.  Sameiginlegt bćnahald stóđ ţó óbreytt.  Flest klaustrin tóku ţessa nýju stefnu upp.

Nú á dögum virđist áhugi fyrir afturhvarfi til upprunalegs lífernis, ţannig ađ klaustrum, sem fylgja stefnunni frá 14. öld, fer fćkkandi.  Auk 20 stórra klaustra er fjöldi munkaţorpa, ţar sem munkar búa í 3 manna „fjölskyldum” og einsetubústađir á brattri suđurströnd skagans.  Flest eru klaustrin grísk en í tímans rás bćttust viđ munkar frá öđrum réttrúarkirkjum, s.s. hinni rússnesku, búlgörsku og júgóslavnesku.  Rússaklaustrin urđu ć mannfćrri vegna ţess, ađ munkarnir dóu úr elli og ađrir komu ekki í stađinn af pólitískum ástćđum.  Undanfarin ár hefur ungum munkum fjölgađ á ný.  Ríkisstjórn munkanna (Epistassía) situr í ţorpinu Karyés og skipt er um hana á hverju ári.

Áthos er ekki ferđamannastađur og gestir verđa ađ heimsćkja fríríkiđ međ hugarfari virđingar viđ ţann anda, sem ríkir ţar.  Sćkja ţarf um leyfi (Diamonitírion) til heimsókna en konum og ungum karlmönnum er ekki leyfđur ađgangur.  Ţađ er bannađ ađ taka međ sér hljóđupptökutćki og vídeómyndavélar en venjulegar myndavélar eru leyfđar.  Dvalarleyfiđ í Áthosríkinu innifelur gestrisni munkanna.  Flest klaustrin eru búin gestaálmum (archondaríkion) og hverjum gesti fylgir munkur (Archondáris).  Margir lćrđir og leikir hafa dvaliđ lengur eđa skemur í klaustrunum af mismunandi ástćđum og notiđ gestrisni íbúanna.

Frá Karyés er hćgt ađ fara gangandi eđa á múldýri til Ivíronklaustursins og sníkja sér far međ vörubílum til annarra.  Klaustrin á ströndinni eru ađgengilegust međ bátum, sem eru stöđugt á ferđinni í góđu veđri.  Vegirnir á skaganum eru víđa erfiđir yfirferđar fyrir farartćki.  Reynt er ađ halda sem mest aftur af straumi fólks um svćđi einsetumunkanna á suđurenda skagans međ ţví ađ leyfa engum öđrum en gangandi ađ fara ţar um.  Uppi á tindi Áthosfjalls (2033m) er Uppljómunarkapella Krists.  Ţangađ liggur leiđ skrúđgöngu munkanna á hverju ári.  Ţeir ganga í u.ţ.b. 7 klst frá Megisti Lárva.  Fjallgangan er einungis á fćri ţjálfađs göngufólks í góđu formi.

Klaustrin eru umgirt múrum, sem bókasafnsturnar og híbýli munkanna og gesta ţeirra standa á.  Klausturkirkjurnar (Katholikón) eru í klausturgörđunum, oftast viđ hliđina á brunni (Phyáli) og matsal (Trápeza).  Kirkjurnar og matsalirnir eru venjulega skreytt fögrum helgimálverkum og bókasöfnin geyma víđa ómetanlega dýrgripi.

Austurríski Íslandsvinurinn og mannfrćđingurinn, Hans Winfried Rosmann, sem lézt 2002, var heiđursbróđir einnar munkareglunnar á Áthos-fjalli og bjó oft hjá munkunum um tíma síđustu áratugi 20. aldar.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM