| 
           
                    
                     Iráklion
        er stærsta borg Krítar á miðhluta norðurstrandarinnar. 
        Hún er mikilvægasta hafnarborgin og þar situr stjórn
        eyjarinnar. 
        Fyrrum var hún hafnarborg Knossos en hnignaði á rómverskum tíma
        þar til sarazenar endurlífguðu hana undir nafninu Chandak eftir 824. 
        Feneyingar gerðu hana að höfuðborg eyjarinnar eftir 1538 og létu
        byggingarmeistarann Michele Sammicheli reisa risastóra, 5 km langa
        borgarmúra umhverfis hana. 
        Eftir að eyjan varð grísk eftir 1913 fékk hún nafnið
        Herakleion (nýgríska: Iráklion) eftir nærliggjandi 
          fornhöfn. 
                     
                    Meðal
        áhugaverðustu staða borgarinnar er **Fornminjasafnið
        (Kretikon Museion; Eleftheriastorg). 
        Þar eru minjar frá Knossos, Phästos, Agia Triáda og fleiri stöðum
        á eyjunni. 
        Bezt er að fá sér bækling á staðnum, sem gefur greinargott
        yfirlit yfir safnið til að missa ekki af því að sjá merkustu
        gripina.  |