Guyana,
Flag of Guyana

GEORGETOWN NÝJA-AMSTERDAM   Meira

GUYANA

Map of Guyana
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Guyana er ríki í norðausturhorni Suður-Ameríku, u.þ.b. 215 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli.  Vestan þess er Venesúela, Brasilía í suðvestri og suðri, Súrinam meðfram Courantyne-ánni í austri og Atlantshafið í norðri.  Langmestur hluti landsins er óbyggður.  Flestir íbúanna búa á mjórri strandræmunni.  Höfuðborgin og aðalhöfn landsins er Georgetown.

Byggðir landsins minna sterklega á nýlendutíma Breta og áhrif hans.  Enska er ekki aðaltunga neinnar annarar þjóðar í Suður-Ameríku.  Landið fékk sjálfstæði 1966 og síðan hafa landsmenn byggt afkomu sína á sykurekrum og báxítnámum, sem eru í ríkiseign og auk þess stjórnar ríkið viðskiptum landsins að mestu leyti. Íbúarnir eru að mestu afsprengi nýlenduvæðingar, þótt finna megi fámenna hópa indíána í frumskógum landsins. Strandbúarnir eru flestir afkomendur svartra þræla frá Afríku og verkamanna frá Indlandi, sem voru fluttir til landsins til að vinna á sykurekrunum.  Árekstrar vegna kynþáttafordóma hafa valdið óstöðugu ástandi í þjóðfélaginu.  Stjórnmálalega voru landsmenn á leiðinni til sósíalisma eftir að sjálfstæði fékkst þar til fyrsti forsætisráðherrann, Forbes Brunham, lézt 1985.  Eftir fráfall hans hafa tengslin við vestrænar þjóðir aukizt.  Landið er hluti af Brezka samveldinu.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM