Guyana stjórnsýsla,
Flag of Guyana


GUYANA
STJÓRNSÝSLA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gíana varð stjálfstætt samveldisríki árið 1966 og varð samvinnulýðveldi 1970, þar sem ýmis samtök fólksins taka þátt í stjórn landsins.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1980 fer forsetinn með framkvæmdavaldið.  Hann er jafnframt formaður stærsta stjórnmálaflokksins á þinginu, sem starfar í einni deild.  Forsetinn skipar ráðuneyti, sem er ábyrgt fyrir þinginu.  Minnihlutaþingmenn kjósa formann stjórnarandstöðunnar.  Þingmenn eru kosnir í almennum kosningum til fimm ára í senn.

Kosningarétt fá allir landsmenn eftir 18 ára aldur.  Kosningar eru leynilegar og hlutfallslegar.  Kosið er um flokka en ekki einstaklinga.  Allt frá fengnu sjálfstæði 1966 hefur einn flokkur verið við völd í landinu (PNC).  Upphaflega var hann flokkur negranna í borgum landsins og fyrsti leiðtogi hans, Forbes Bumham, varð forseti eftir mjög vafasamar kosningar.  Her landsins (stofnaður 1965) studdi PNC.  Hermenn og lögreglumenn eru að mestu negrar.

Framfaraflokkur fólksins (PPP), flokkur Austurindíana, er andstæðingur PNC.  Minni flokkar eru m.a. Verkamannaflokkurinn (WPA), sem sagnfræðingurinn Walter Rodney stofnaði og er undir stjórn svartra verkalýðsleiðtoga og menntamanna til höfuðs spillingunni í PNC.

Í hinum 10 héruðum landsins stjórna héraðsráð með formann í fararbroddi.  Þau eru kosin til fimm ára og fjögurra mánaða í senn.

Brezk lög gilda almennt í landinu en þegar kemur að eignarhaldi á landi gilda rómversk-hollenzk lög.  Undirstaða þessara laga er stjórnarskráin.  Dómskerfið byggist á héraðsdómum, æðri dómi og áfrýjunarrétti.  Saman jafngilda hinir tveir síðastnefndu hæstarétti.

Menntun er frí og skólaskylda gildir.  Barna- og framhaldsskólar eru aðskildir, þótt skortur á skólahúsnæði geri það að verkum, að framhaldsstigið sé víða í barnaskólunum líka.  Árið 1976 tók ríkið við umsjón með öllum skólum frá leikskólum til háskólastigs auk kirkju- og einkaskóla.  Skólunum er ætlað að kenna hollustu við PNC og markmið sósíalista.  Aðalháskóli landsins, Gíanaháskóli (1963) er í Turkeyen í austurhluta Georgetown.  Inntökuskilyrði í hann eru háð pólistískum skoðunum og eins árs þegnskylduvinnu fyrir ríkið, sem fer venjulega fram í sérstökum búðum inni í landi.  Þetta fyrirkomulag veldur því, að fjöldi stúdenta stundar nám erlendis.  Auk framangreindra skóla er fjöldi mennta- og tækni- og kennaraskóla.

Heilbrigðismál.  Eftir að landið fékk sjálfstæði hefur heilsu landsmanna hrakað.  Fjöldi lækna og annarra heilbrigðisstétta hafa flutzt úr landi og efnahagsaðgerðir hafa dregið úr innflutningi lyfja og sápu.  Matvælaskortur hefur valdið vannæringu, sérstaklega í Georgetown.  Sjúkdómar, sem hafði tekizt að vinna bug á eða halda í skefjum (beriberi og malaría), voru aftur komnir á kreik eftir 1980 og sorp- og klóakmál eru í ólestri.

Á nýlendutímanum voru sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar tengdar embættismönnum og plantekrum.  Eftir að sjálfstæðið fékkst féll heilsugæzlan í hendur ríkisins.  Heilbrigðisvandamál eru mest á flóðasvæðum strandhéraðanna, þar sem alls konar bakteríur og veirur þrífast vel í vatninu í skurðum og tjörnum.  Lágmarksþjónusta við sjúka og aldraða hefur haldizt eftir 1966 en hún er mjög ótrygg og ómarkviss.  Húsnæðismál eru líka í ólestri.

Stéttaskiptingin í landinu hefur haldizt alla tíð frá nýlendutíma Breta, þegar mestur hluti innfluttra Asíumanna og Afríkunegra voru undir stjórn hvítra plantekrueigenda og embættismanna.  Ógreinileg miðstétt kennara, menntamanna og opinberra embættismanna auk nokkurra kínverja og Portúgala myndaðist á nýlendutímanum.  Flokksgæðingar PNC eru komnir í stað æðri stéttar plantekrueigenda.  Indíánar halda sig fjarri þessari þróun eins og fyrrum, þegar landið var nýlenda Breta.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM