Gvatemala tölfræði hagtölur,
Flag of Guatemala


GVATEMALA
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir opinberlega Lýðveldið Gvatemala.  Þar starfar þingið í einni deild með 80 þingmönnum og æðsti maður ríkisins er forseti.  Höfuðborgin er Gvatemalaborg.  Opinbert tungumál er spænska og engin þjóðkirkja er starfandi.  Gjaldmiðillinn heitir quetzal = 100 centavos.

Íbúafjöldi 1998, 10,8 milljónir (u.þ.b. 100 á km²), 38,7% í þéttbýli, karlar 50,49%.

Aldursskipting 1994:  Yngri en 15 ára, 44%; 15-29 ára, 26,1%; 30-44 ára, 15,8%; 45-59 ára, 8,3%; 60 ára og eldri, 5,8%.  Áætlaður íbúafjöldi árið 2010, 14,6 milljónir.  Tvöföldunartími 24 ár.  Hreinir indíánar 42,8%, aðrir, bæði blandaðir, hvítir og aðrir þjóðflokkar, 57,2%.

Trúarbrögð 1995:  Rómversk-katólskir 75,9%; mótmælendur 21,8%; aðrir kristnir 1,3%; önnur trúarbrögð 1%.

Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1994:  35,4 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni á 1000 íbúa 1994:  7,5% (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa 1994:  27,9 (heimsmeðaltal 15,7).

Meðalbarnafjöldi hverrar kynþroska konu 1994:  4,8.

Hjónabandstíðni á 1000 íbúa 1993:  4,7.

Meðallífslíkur frá fæðingu 1994:  Karlar 61,9 ár, konur 67,1 ár.

Helztu borgir 1995:  Gvatemalaborg (1,167m);  Mixco (0,437m); Villa Nueva (0,166m); Chinautla (0,061m); Amatitlan (0,040m).

Efnahagsmál.  Tekjustofnar ríkisins eru skattar 94,5%, þar af tollar 68,9%, tekjuskattur 23,3%, aðrar tekjur 5,5%.  Aðalkostnaðarliðir eru 73,6%, þar af niðurgreiðslur vöru og þjónustu 38,7%, millifærslur 23,3%, fjárfestingar 26,7%.  Heildarþjóðarskuld 1996, US$ 2,766 milljarðar.

Ferðaþjónusta 1995;  Tekjur US$ 277 milljónir, gjöld 174 milljónir.

Framleiðsla í tonnum nema annað sé tiltekið:
Landbúnaður, skógarhögg og fiskveiðar.  Sykurreyr 14,38 milljónir tonna, maís 1,136, bananar 677 þúsund tonn, kaffi 207 þúsund tonn, tómatar 129 þúsund tonn, olíupálmaávextir 126 þúsund tonn.

Búsmali:  Nautgripir 2,3 milljónir, svín 950 þúsund, hænsni 21 milljón.

Timbur 1995, 14,2 milljónir m³.

Fiskafli 1995:  12 þúsund tonn.

Iðnframleiðsla:  Matar- og drykkjarvörur 273 tonn, fatnaður og vefnaðarvörur 111 tonn, vélar og málmvörur 51 tonn.

Námugröftur 1994:  Gips 60 þúsund tonn, járngrýti 3500 tonn, antimónígrýti 494 tonn.

Byggingariðnaður 1991 miðaður við 1000 íbúa:  Heildarfjöldi bygginga 170, þar af atvinnuhúsnæði 127,5.

Orkuframleiðsla 1994, 3,161 milljarðar kWst., orkunotkun sama.

Hráolíu í tunnum 1994:  2,632 milljónir (notkun 6,958 milljónir).

Olíuvöruframleiðsla í tonnum 1994:  750 þúsund tonn (notkun: 1,805 milljónir tonna).

Meðaltekjur heimila:  Meðalstærð fjölskyldu 5,2.  Tekjur á fjölskyldu 1989 US$ 1.529.-.  Gjöld á fjölskyldu skiptust þannig:  Matur 64,4%, húsnæði og orka 16%, samgöngur 7%, húsgögn 5%, fatnaður 3,1%.

Heildarþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 16 milljarðar, eða 1.470.- á mann.

Vinnuafl 1996:  3,2 milljónir eða 29,1% landsmanna, 15-64 ára 51%, konur 19,5%.  Atvinnuleysi 0,5%.

Landnýting 1994:  Skóglendi 53,6%, engi og beitilönd 24%, ræktað land 17,6%, annað 4,8%.

Innflutningur 1996:  US$ 3,146 milljarðar (velar 17,1%, kol 15,6%, efnavörur 14,1%, samgöngutæki 12,3%, matvæli 7,7%, málmvörur 7,4%, plastvörur 5,8%).  Helztu viðskiptalönd:  BNA 43,9%, Mexíkó 10,3%, Venesúela 5,3%, El Salvador 4,1%.

Útflutningur 1995:  US$ 1,936 milljarðar (kaffi 23,3%, sykur 9,9%, bananar 7,6%, grænmetisfræ 3,6%, grænmeti 3,3%)  Helztu viðskiptalönd:  BNA 36,6%, El Salvador 12,7%, Hondúras 6,9%, Þýzkaland 5,1%.

Samgöngur 
Járnbrautir 1996:  Lengd brauta 884 km.  Farþegakm. 1991, 12,5 milljónir.  Tonnakm. 47,2 milljónir.
Vegakerfið 1995:  Lengd 12.795 km, þar af 28% með slitlagi.  Fólksbílar 102.000, vörubílar og rútur 96.800.
Loftflutningar 1993:  Farþegakm. 384 milljónir, tonnakm 21 milljón.  Flugvellir tveir.

Menntunmöguleikar 1994 miðað við 25 ára og eldri:  Engin formleg menntun 45,2%.  Ófullkomin barnaskólamenntun 20,8% (fullkomin 18%).  Ófullkomin framhaldsskólamenntun 4,8% (fullkomin 7,2%).  Æðri menntun 4%.  Læsi 1995 miðað við 15 ára og eldri 55,6%, karlar 62,5%, konur 48,6%.

Heilbrigðismál 1988:  Einn læknir á 3999 íbúa.  Eitt sjúkrarúm á 602 íbúa.  Barnadauði 1994 á 1000 íbúa, 53,9.

Næring á mann á dag 1995, 2300 kalóríur (grænmeti 92%, kjötmeti 8%).  Þetta jafngildir 105% af viðmiðunartölum Alþjóða matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Hermál.  Fjöldi hermanna 1996 44.200 (landher 95%, sjóher 3,4% og flugher 1,6%).  Útgjöld vegna hermála 1,3% af heildarþjóðartekjum (heimsmeðaltal 2,8%) eða US$ 18.- á mann.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM