Bombay Indland,
Indian flag of India

Meira

MUMBAI
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mumbai, áður Bombay (19 millj. íb. 2009), er höfuðborg sambandsfylkisins Maharashtra.  Hún stendur á 18°55'N og 72°84'A á enda 17 km langrar og 4 km breiðrar eyju, sem myndar prýðishöfn við Arabíuhaf í sundinu á milli hennar og meginlandsins.  Nafnið er dregið af helgidómi gyðjunnar Mumba, sem fékk hina evrópsku mynd sína af portúgalska nafninu 'Bum Bahia' ('Góðavík').  Portúgalar, sem komu sér þar fyrir árið 1534, misstu yfirráðin í hendur Breta, þegar Katharina af Bragança arfleifði Karl II af Englandi hana árið 1661.  Karl lét Austurindíafélaginu eyjuna eftir árið 1668.  Austurindíafélagið stofnaði núverandi borg í stað fátæklegs fiskiþorps og flutti höfuðstöðvar sínar þangað frá Surat árið 1700.

Þar sem stóð áður mýrlent fiskiþorp fyrir 300 árum er komin ein stærsta miðstöð viðskipta og iðnaðar í Suður-Asíu og ein heimsborgarlegasta borg Indlands (vefnaður, olíuhreinsun, kjarnorkurannsóknir o.m.fl.).  Nýja-Delí minnir á Washington með öllum sínum breiðgötum og skrifstofubyggingum en Mumbai er oft nefnd 'New York Indlands'.  Strönd eyjarinnar er giljótt, hæðirnar prýddar görðum og langur strandvegurinn  (Marine Drive) með ara-grúa fjölbýlishúsa og háum reykháfum og flestum vefnaðarfyrirtækjum á svo litlum bletti í heiminum, einkenna Bombay.  Þessi heimsborg er rannsóknar verð vegna hinna stórkostlegu andstæðna.  Hún er athyglisverðust allra stórra borga Indlands, sem eiga enn þá byggingarminjar frá viktoríutímanum.

Tákn borgarinnar er *Indlandshliðið á Apollo Bunder.  Það var reist til minningar um komu Georgs V konungs og Maríu drottningar árið 1911.  Beint norðvestan þess, þar sem stóð áður virki, er borgarhverfið 'Fort', aðalmiðstöð viðskipta og 1500m norðan hliðsins er Ballard Pier-hafnarhverfið. 

Mumbai MapÁ austanverðri eyjunni er Back Bay við Arabíuhaf og meðfram víkinni liggur gatan 'Marine Drive'.  Frá Chowpatty-ströndinni við norðurenda göt-unnar liggja Walkeswargata og Bal Gangadhar Kher Marg í bugðum upp á *Malabarhæð, þar sem efnafólk býr.  Frá Ferozeshah-Mehta-görðunum á efri hluta hæðarinnar er frábært útsýni yfir hafið og hluta borgarinnar.  Rétt utan við garðana, utan sjónmáls, eru *Turnar þagnarinnar, þar sem parsar lögðu hina látnu til hinztu hvílu og létu gammana um að fjarlægja jarðneskar leifar þeirra.  Turnarnir eru vaktaðir og aðgangur að þeim er bannaður.  í hlíð Malabarhæðarinnar, á leiðinni niður að Chowpattyströnd, er Kalmala-Nehrugarðurinn, skírður í höfuðið á eiginkonu Nehrus.  Neðan hans er hindúahofið 'Balhulnath'.  Norðan þess er 'Mahalakshimihofið', helgað Lakshmi, gyðju velmegunarinnar.  Enn norðar á ströndinni er grafhýsi Haji Ali, eins dýrlings múslima.

Á íþróttasvæði í norðurhluta borgarinnar er m.a. skeiðvöllurinn Mahalakshimi (veðreiðar frá nóvember til marz), Willingdon íþróttaklúbbur-inn, Indverski íþróttaklúbburinn og Vallabhaiíþróttavöllurinn.  Tæpum 2 km austar er garðarnir 'Veermata Jijabai Bhonste Udyan' (áður Viktoríugarðarnir).  Þeir voru gerðir árið 1861.  Þar er m.a. dýragarður og Viktoríu- og Albertsafnið, þar sem ýmsir náttúrugripir eru til sýnis.  Austan safnsins stendur steinfíll, sem var fluttur frá nærliggjandi eyju, Gharapuri.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM