Delí meira Indland,
Indian flag of India

NÝJA DELÍ GAMLA DELÍ . .

DELÍ MEIRA
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Á  BÖKKUM  JAMNAÁ milli víggirts gamla borgarhlutans og Nýju-Delí eru rústir Ferozabad (Ferozeshah Kotla), borgarinnar, sem Shah Tughluq (1351-1388) stofnađi.  Ashoka-súlan (3. öld f.Kr.) er ein fjölmargra marksteina Ashoka hins mikla.  Feroze Shah lét flytja ţá hingađ til ađ fegra borgina.

Austar, handan Indlandshliđsins, eru rústir Purana Qila (Gamla virki) frá valdatíma Humayuns, annars mógúls á fyrri hluta 16. aldar.  Viđ hliđina á rústunum sunnanverđum er dýragarđurinn (m.a. hvít tígrisdýr).

Einum km suđaustar er minnismerki Humayun (†1556), sem lét reisa Akbar fyrir föđur sinn (lokiđ 1572).  Ţetta grafhýsi varđ síđar fyrirmyndin ađ Taj Mahal í Agra.  Umhverfis minnismerkiđ eru fallegir garđar, ţar sem voru fyrrum gosbrunnar í mógúlstíl.

UMHVERFI  DELÍ Skammt sunnan Nýju-Delí, austan viđ Afríkubreiđstrćti (milli Harsukh Marg í norđri og Palam Road í suđri), er stórt grćnt svćđi međ íţróttavöllum (Dehli Lawn Tennis Stadium), villidýragarđi, rósagarđi og lautaferđastöđum.  Í miđju ţessa svćđis er 'Hauz Khas', grafhýsi og minnismerki Feroze Shah.

**Qutab Minar (12 km suđvestan miđborgar Nýju-Delí í grennd viđ gamla virkisins Lalkot, skammt norđan bćjarins Mehrauli) byggđu islömsku sigurvegararnir (1206-1238) sem mínarettu og sigurturn.  Ţađ er međal fegurstu minjum byggingarsögu heimsins og mjög vel varđveitt.  Hinn 72,54 m hái turn er fimm hćđa og uppmjór.  Ţrjár fyrstu hćđirnar eru úr rauđum sandsteini en hinar úr hvítum marmara međ millilögum úr sandsteini.  Utan um hverja hćđ eru fagurlega skreyttar svalir.  Gestum er ađeins leyft ađ fara viđ ţriđja mann upp í turninn til ađ fyrirbyggja sjálfsmorđ.  *Útsýniđ úr turn-inum er frábćrt.  Qutab Minar er miđja borgar Raj Pithuras, Raj Pithomra.  Vitnisburđur um orrusturnar, sem hann háđi, sjást međfram vegunum frá Nýju-Delí.

Í rústum nćrliggjandi mosku er merkileg, 7 m há járnsúla (líklega frá 4. öld).  Hún hefur veriđ steypt í einu lagi úr smíđajárni, sem ryđgar ekki.

U.ţ.b. 500 m vestan Qutab Minar er hiđ fagra, átthyrnda grafhýsi Adham Khan.  Hálfbróđir hans, Akbar hinn mikli, skipađi svo fyrir, ađ hann skyldi myrtur, og honum var hrint fram af svölum hallar í Agra.

Rúmum 5 km vestan Qutab Minar er hiđ athyglisverđa grafhýsi Mahmuds, sonar Iltumish.  Hindúskir iđnverkamenn byggđu ţađ í islömskum stíl áriđ 1229.

Átta km austan Qutab Minar, uppi á flötum kletti, eru hinir gömlu borgarmúrar Tughluqabad.  Ghiyas-ud-Din Tughluq (†1325), forfađir Tughluq höfđingjaćttarinnar, sem ríkti 1320-1413, lét reisa ţá.  Ţegar völd ţessarar ćttar voru mest ríkti hún yfir svćđinu milli Madurai í suđri til Kasmír í norđri.  Fimmtán árum eftir stofnun borgarinnar gáfust menn upp á byggingu hennar.  Borgarmyndin er hálfur sexhyrningur međ 6 km ummáli.  Hallandi múrarnir međ gríđarmiklum hringturnum og ţrettán hliđum eru úr reglulegum lögum af granítsteinum.  Hinir stćrstu eru nćrri 4 m langir og 1 m ţykkir.  Innan múranna er allt í rústum.  Sunnan ţeirra, handan götunnar, er hiđ stóra og virkislagađa grafhýsi Ghiyas-ud-Din Tughluq, sem hann lét reisa sér međan hann var enn ţá á lífi.  Hvíti marmarakúpullinn er 10,5 m í ţvermál.

Frá grafhýsinu er ekki langt ađ hringleikahúsinu 'Suraj Kund' (11.öld), sem mun vera elzta byggingarlistarverk Delí.  Uppistöđulónin, sem er líka frá 11. öld, er vinsćll útivistarstađur.


.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM