Gujarat Indland,
Indian flag of India


GUJARAT
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Ahmedabad (2,8 millj. íb.) er 570 km norðan Bombay í sambandsfylkinu Gujarat á vinstri árbakka Sabarmati, sem er oftast mjög vatnslítil.  Borgin dregur nafn sitt af Ahmed Shah, soldáni í Gujarat 1411-1443, sem lét líklega reisa virki við gamla hindúabæinn Karnavati.  Eftirmenn hans ríktu til ársins 1572.  Mahmud Shah Bigarah (1459-1511) var þeirra markverðastur.   Furðu-margar stórkostlegar byggingar, sem enn standa, gefa hugmynd um þetta blómaskeið, sem dró ekki úr, þegar mógúlarnir náðu völdum og ríktu (1572-1707).  Ahmedabad er nú mikilvæg miðstöð baðmullariðnaðar.  Innfæddir stunda enn þá mikilvægan listiðnað, einkum gull- og silfurvefnað, kniplingagerð, skartgripagerð, framleiðsla koparíláta og tréskurð.

Hin síbreytilega saga borgarinnar kemur bezt fram í fjölbreytni bygg-ingarlistar hindúa, múslima og jaina.  Merki hennar standa hlið við hlið eða er samofin á sérkennilegan hátt.  Ahmed Shah lét rífa hindúahof til að reisa moskur úr byggingarefninu.  Aðalmoskan, *Jama Masjid (lokið 1423), er líka blanda hindúskra og islamskra áhrifa og súlurnar og stoðirnar eru ævintýralega skreyttar lágmyndum.  Falleg dæmi um indversk-islamska byggingarlist eru tveir yndislegir gluggar með víravirkismarmaraverki í Sidi-Said-moskunni (15./16.öld), sem taka svipuðum listaverkum í Agra og Delí fram.

Utan borgarmúranna, norðan við Delíhliðið, er *Stóra Jaina-hofið, sem kaupmaðurinn Seth Hathi Singh lét endurreisa í jainastíl árið 1848.

Á Kathiawarskaganum í suðurhluta fylkisins Gujarat er Gir verndarsvæðið, einn áhugaverðasti ræktunarstaður villtra dýra í landinu og bústaður asíska (indverska) ljónsins.  Svæðið er opið frá miðjum oktober til miðs júní (lítið gistihús) en lokað á monsúntímanum.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM