Himachal Pradesh Indland,
Indian flag of India


HIMACHAL PRADESH
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Frá Chandigarh liggur vegur til norðvesturs til Shimla sunnan við hið fjalllenda Himachal Pradesh-ríki.  Þar var fyrrum sumarsetur brezka varakonungsins í undirhlíðum Himalajafjalla og nú á dögum er borgin vinsæll sumardvalarstaður þeirra, sem sækjast eftir þægilegu loftslagi.  Milli Kalka og Shimla ekur nafntoguð lest á mjóu spori (762 mm) u.þ.b. 100 km leið á fimm og hálfri klst.  Leiðin er hlykkjótt og brött (allt að 33% halli; 1300m hæðar-munur) og ekið er um rúmlega 100 jarðgöng.

Norðan Shimla liggja dalirnir Kulu og Kangra, sem líkjast Kasmírdal að fegurð.  Þeir eru iðjagrænir og vaxnir ávaxtatrjám og þar er fjöldi Radschputavirkja uppi á háum klettum.

Í Kuludalnum er hið fagra *Bajaura-hof (15 km sunnan Sultanput).  Í furuskógi innar í dalnum er þorpið Manali með góðu útsýni til snævi þakinna fjallanna (veitingahús, gisting í smáhýsum).  Þar er Dhoongrihofið, helgað gyðjunni Hadimba, úr útskornum viði.  Þorpin Katrain (silungsveiði) og Naggar eru líka skoðunarverð.

Bærinn Dharamsala í Kangradal er núverandi bústaður hins útlæga trúarleiðtoga Tíbetbúa, Dalai Lama.  Norðvestan bæjarins, handan borgar-innar Pathankot, er sumardvalarstaðurinn Dalhousie (golfvöllur).  Þaðan eru aðeins 55 km að fyrrum furstasetrinu Chamba.  Þessi fallega borg ofan Ravi-gljúfursins er sögð vera stofnuð á 6. öld.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM